Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 06:15 Hjá sáttasemjara er allt í trúnaðarlás og kjaraviðræður í ákveðnum hnút. Herma heimildir að ágætt tilboð SA dugi þó skammt eitt og sér. Fréttablaðið/Eyþór Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur, VR, Efling, Verkalýðsfélag Grindavíkur og Verkalýðsfélag Akraness, munu veita tilboði Samtaka atvinnulífsins (SA) formlegt svar í dag. Þó beggja vegna borðs sé lögð rík áhersla á að algjör trúnaður ríki um hvað sé í pakkanum sem SA lagði fram á miðvikudag herma heimildir Fréttablaðsins að tilboðið muni hrökkva skammt og gera lítið til að leysa samningahnútinn. Samtök atvinnulífsins funduðu með verkalýðsfélögunum fjórum á miðvikudag í húsakynnum ríkissáttasemjara þar sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til lausnar á deilunni. Ríkissáttasemjari lagði á það ríka áherslu að um efni tilboðsins skyldi ríkja ýtrasti trúnaður og hafa málsaðilar haldið spilunum þétt að sér um efnislegt innihald þess. Innan raða verkalýðshreyfingarinnar heyrist að vonir séu bundnar við aðkomu stjórnvalda að málinu og þá með hvaða hætti hún verður. Það kunni að skýrast eftir helgi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ríkur vilji væri hjá stjórnvöldum að greiða fyrir lausn þessara mála. „Aðkoma okkar getur verið í gegnum húsnæðismálin þar sem tillögur liggja fyrir og svo höfum við verið að undirbúa tillögur í skattamálum sem geta auðvitað hjálpað til. Svo höfum við lagt fram tillögur varðandi félagsleg undirboð og til umræðu hafa verið einhverjar aðgerðir varðandi málefni verðtryggingarinnar,“ sagði Katrín í Fréttablaðinu í gær. Þar kom einnig fram í máli Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að tilboð Samtaka atvinnulífsins yrði grandskoðað en að jafnframt væri mikilvægt að fá fram tillögur stjórnvalda. Hefur hann meðal annars bent á skattabreytingar og leiguvernd í þeim efnum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur sagst ekki munu tjá sig um stöðu mála fyrr en eftir fundinn með verkalýðsfélögunum í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira