Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2019 15:09 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk. Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt sex ummæli Tryggva Viðarssonar, í tengslum við Hlíðamálið svokallaða, dauð og ómerk. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða mönnunum tveimur, sem stefndu honum, 350 þúsund krónum hvorum um sig ásamt því að greiða þeim óskipt 800 þúsund krónur í málskostnað. Hlíðamálið varðar fréttaflutning af máli þar sem tveir menn voru sakaðir um nauðgun í heimahúsi í Hlíðunum í Reykjavík í nóvember árið 2015. Tryggvi birti fjögur af ummælunum á Facebook 9. nóvember árið 2015:Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum.Þessi viðrini voru ekki nafngreind eða myndbirt í blöðunum eins og aðrir með réttarstöðu grunaðra og ekki látnir sæta gæsluvarðhaldi á meðan á rannsókn stendur samt stafar samfélaginu meiri ógn af þessum gerpum en þeim sem eru með nokkrar plöntur heima hjá sér.Endilega deilið svo stelpur geti varað sig á þessum stórhættulegu einstaklingum.Ef þið sjáið þessa fávita endilega hifive a þá í smettið ... Menn sem gera svona eru ekki að byrja sinn nauðgaraofbeldisferil. Einnig voru ummæli eftir hann í frétt Pressunnar sama daga dæmd dauð og ómerk en þau voru: ... Ef það tekst að hindra þó það væri ekki nema eina nauðgun í viðbót af hálfu þessara manna þá er markmiðinu náð. Þá lét hann einnig ummæli falla í athugasemd við Facebook-færslu sama daga sem voru eftirfarandi og dæmd dauð og ómerk:Magnús ég hef sögur frá fyrstu hendi frá fleiri en þessum stelpum sem þeir náðu að nauðga og misþyrma og á meðan þeir ganga lausir eru þeir hættulegir. Tryggvi hafði meðal annars deilt myndum af mönnunum tveimur á Facebook ásamt fullum nöfnum þeirra. Hann krafðist sýknu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og reisti kröfu sína á grundvallarreglunni um tjáningarfrelsi sem sé lögvarin í stjórnarskránni og mannréttindarsáttmála Evrópu. Taldi hann til vara að fullyrðingar um sekt mannanna hafi átt uppruna sinn hjá öðrum en honum sjálfum og hann hafi verið í góðri trú um sannleiksgildi þeirra fullyrðinga. Forsaga málsins er sú að Fréttablaðið greindi frá rannsókn lögreglu á nauðgun í íbúð í Hlíðunum. Vakti sérstaklega athygli að íbúðin var sögð útbúin til nauðgana. Fréttirnar vöktu mikla reiði og leiddu meðal annars til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Öllum kærum á hendur mönnunum tveimur var vísað frá. Í júlí í fyrra staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem 365 miðlar ehf. og fjórir fréttamenn voru dæmdir til að greiða mönnunum tveimur skaðabætur vegna umfjöllunarinnar og ummæli dæmd dauð og ómerk.
Dómsmál Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Sjá meira