Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 15. febrúar 2019 19:56 Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkalýðsfélögin leggja áfram áherslu á krónutöluhækkanir en atvinnurekendur vilja fara blandaða leið krónutölu- og prósentuhækkana. Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag. Það fól í sér að laun upp að sex hundruð þúsund krónum hækkuðu um 20 þúsund krónur á ári næstu þrjú árin en laun þar yfir hækkuðu um 2,5 prósent. Efling, Verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík og VR svöruðu síðan með gagntilboði í dag. Nú er lægsti kauptaxti 266 þúsund krónur en lágmarkslaun 300 þúsund krónur. Verkalýðsfélögin vilja eyða öllum töxtum undir lágmarkslaunum og fá krónutöluhækkanir fyrir alla frá 300 þúsund krónum þannig að lægstu laun verði 425 þúsund krónur á mánuði í lok þriggja ára samningstíma. Það er að jafnaði um 41.700 króna launahækkun á ári, samkvæmt heimildum fréttastofu.Samtök atvinnulífsins lögðu fram tilboð til verkalýðsfélaganna fjögurra sem eru á vettvangi ríkissáttasemjara á miðvikudag.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir það á ábyrgð samningsaðila að skapa forsendur fyrir lækkun vaxta að loknum samningum. „Við tjáðum okkur um það að það tilboð sem lagt var fram hér í dag. Það er óaðgengilegt fyrir Samtök atvinnulífsins og getur ekki orðið grunvöllur að kjarasamningi á milli aðila,“ sagði hann eftir fundinn í Karphúsinu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonbrigði að gagntilboðinu hafi verið hafnað, enn sé langt í milli aðila. „Þannig að lengra verður ekki gengið á milli þessara aðila í bili. Þannig að aðkoma stjórnvalda mun ráða úrslitum um framhaldið.Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga.ASÍ fundar með ríkisstjórn á þriðjudag Verkalýðsfélögin leggja mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda til að leysa gerð nýrra kjarasamninga. Stjórnvöld munu funda innan sinna eigin raða á mánudag og síðanmeð forsetateymi Alþýðusambandsins á þriðjudag. Næsti samningafundur verður síðan á fimmtudag í næstu viku og þá gæti sorfið til stáls. „Minn skilningur á aðkomu stjórnvalda hefur verið á þann veg að forsenda fyrir aðkomu stjórnvalda að úrlausn kjarasamninganna sé sú að aðilar séu við það að ná saman,“ segir Halldór Benjamín. En það er alls ekki staðan eins og hún er eftir fundinn í dag. Ragnar Þór segir fundinn næst komandi fimmtudag því geta orðið úrslitafund. „Boltinn er hjá stjórnvöldum. Við breytum því ekki. Ef aðkoma stjórnvalda verður ekki með þeim hætti sem við höfum verið að óska eftir er augljóst í hvað stefnir og við erum klár í slaginn.“ Er þá komið að þeim tímamótum í viðræðunum að þið þurfið að fara að íhuga aðgerðir? „Já, það má segja það,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira