Beðið eftir útspili stjórnvalda sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:15 Ekki verður lengra komist í viðræðum aðila og því er nú beðið eftir aðkomu stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“ Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
„Nú er boltinn hjá stjórnvöldum og það mun hafa úrslitaáhrif um framhaldið þar sem lengra verður væntanlega ekki gengið milli Samtaka atvinnulífsins og okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Samtök atvinnulífsins (SA) höfnuðu á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær gagntilboði VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur. Í gagntilboðinu var komið til móts við tilboð SA með því skilyrði að stjórnvöld geri kerfisbreytingar og noti skattkerfið til að auka ráðstöfunartekjur. RÚV greindi frá því í gær að tilboðið sem SA lagði fram á miðvikudag hafi gengið út á þriggja ára samning og myndu laun upp að 600 þúsund hækka um 20 þúsund á hverju samningsári en laun yfir 600 þúsund myndu hækka um 2,5 prósent á ári. Ragnar Þór segir að enn sé töluvert langt á milli aðila. „Ef þessi deila á að leysast þá verður aðkoma stjórnvalda að vera umtalsverð.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist bundinn trúnaði um innihald móttilboðs stéttarfélaganna fjögurra og þann trúnað muni hann virða. „Ég get samt sagt að tilboðið er óaðgengilegt Samtökum atvinnulífsins og getur ekki orðið grundvöllur fyrir kjarasamningi milli aðila.“ Þá segir hann það alltaf hafa verið sinn skilning að aðkoma stjórnvalda að samningum sé háð því skilyrði að samningsaðilar séu á lokametrunum að ná samningi. „Enn fremur að þeir kjarasamningar séu innan þess skilgreinda efnahagslega svigrúms sem atvinnulífið getur staðið undir.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir niðurstöðu fundarins viss vonbrigði. Ábyrgð samningsaðila og stjórnvalda sé mikil og segist hann vona að allir geri sér grein fyrir því. „SA höfnuðu okkar tilboði en við reyndar ítrekuðum það að tilboðið sem þeir gerðu okkur væri ekki grundvöllur þess að ganga frá kjarasamningum. Menn þurfa bara að gjöra svo vel og finna leiðir og hugsa út fyrir boxið.“ Næsti samningafundur verður á fimmtudaginn en stjórnvöld munu fara yfir áherslur verkalýðshreyfingarinnar á mánudag. Vilhjálmur segir að forsetateymi ASÍ verði svo væntanlega kallað til fundar við stjórnvöld á þriðjudag. „Tíminn er að renna út og ef við náum ekki saman í næstu viku er alveg ljóst að það stefnir í viðræðuslit og menn munu hefja undirbúning að kosningu um verkfall.“
Kjaramál Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira