Innlent

Vegfarendur og útivistarfólk hafi auga með norðaustan hríðarveðri

Birgir Olgeirsson skrifar
Spáð fallegu vetrarveðri fram eftir degi, en síðan syrtir í álinn.
Spáð fallegu vetrarveðri fram eftir degi, en síðan syrtir í álinn. Vísir/Vilhelm
Spáð er fínasta vetrarveðri fram eftir degi, hægum vindi, bjartviðri og kulda, en hvessir síðan af austri og þykknar upp og hlýnar heldur. Í kvöld verður komið austan- og norðaustanhvassviðri, sums staðar staðbundinn stormur við suðurströndina með snjókomu eða slyddu syðst og austast á landinu. Hægari vindar og dálítil él annars staðar.

Á morgun gengur á með norðaustanhríðarveðri fyrir norðan og austan, en rofar til á Suður- og Vesturlandi. Vegfarendur og útivistarfólk er því hvattir til að kynna sér vel veðurspár og ástand vega áður en lagt er af stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×