Erlendir bankar með þriðjung útlána útflutningsfyrirtækja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. febrúar 2019 18:17 Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum. Íslenskir bankar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þriðjungur allar útlána í stærstu útflutningsfyrirtækja í landinu koma frá erlendum fjármálafyrirtækjum. Þá koma um helmingur af nýjum fasteignalánum frá lífeyrissjóðum. Ástæðan er ofsköttun íslenskra banka að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Þetta geti haft neikvæð áhrif á hagkerfið og valdið því að áhætta vaxi á ný. Hagnaður stóru viðskiptabankanna þriggja dróst alls saman um tíu milljarða milli áranna 2017 og átján. Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka skýrði í vikunni m.a. að ástæðan væri of háir sérskattar á bankana.Sérskattarnir skiluðu 15 milljörðum í ríkiskassann Um er að ræða bankaskatt, fjársýsluskatt og sérstakan fjársýsluskatt sem voru settir á árin eftir hrun. Alls skiluðu þeir fimmtán milljörðum króna í ríkiskassann á síðasta ári. Sambærilegir skattar eru mun lægri í nágrannalöndum okkar.Erlendir bankar orðnir umsvifamiklir hér á landi Jóna Björk Guðnadóttir starfandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir þetta hafa þau áhrif að viðskipti hafi verið að flytjast í stórum stíl til erlendra banka. „Það hefur orðið stór breyting, erlendir bankar eru komnir inná fyrirtækjalánamarkaðinn og þá aðalega til stórra sjávarútvegsfyrirtækja því þeir geta boðið betri kjör í krafti þess að þurfa ekki að greiða sérskatta hér á landi. Erlendir bankar eru nú með um þriðjung af þeim markaði. Þetta hefur einnig haft þau áhrif innanlands að lífeyrissjóðir sem eru einnig undanþegnir sérskattinum eru núna með annað hvert nýtt íbúðalán,“ segir Jóna Björk. Höskuldur H. Ólafsson gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini.Vísir/VilhelmSkaðar samkeppni Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka segir sérskattana skaða samkeppni. „Erlendir bankar sem eru að lána hér íslensku fyrirtækjum eins og sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum í fiskeldi, þeir þurfa ekki að standa skil á neinum svona gjöldum og af því leiti verður þetta ójafn leikur,“ segir Höskuldur. Áhætta vex Í skýrslu samantekt frá Samtökum fjármálafyrirtækja kemur fram að þetta geti valdið því að áhætta í fjármálakerfinu vaxi á ný. Jóna Björk segir mikilvægt að breyta þessu. „Til lengri tíma er hætta á að þetta veiki íslenska bankakerfið en það er mikilvægt að hafa í huga að bankarnir eru mjög mikilvægir innviðir í íslensku efnahagslífi,“ segir Jóna Björk að lokum.
Íslenskir bankar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira