Ákall æskunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæruleysi háir mjög hinu ófullkomna mannkyni sem hefur ýmislegt á samviskunni og er iðulega sjálfu sér verst. Nú horfist mannkynið í augu við eina af sínum stærri syndum sem er hin kæruleysislega umgengni þess um jörðina. Það er eins og mannkynið hafi gert ráð fyrir að engu skipti hvernig það hagaði sér, það gætið mengað að vild og gengið endalaust á auðlindir því náttúran myndi sjá um sig og endurnýjast sjálfkrafa. Afleiðingar af skeytingarleysi mannsins gagnvart umhverfi sínu blasa við hverju því mannsbarni sem horfast vill í augu við staðreyndir. Loftslagsbreytingar af mannavöldum valda náttúruhamförum með tilheyrandi mannfalli og fækkun dýra- og plöntutegunda. Ljóst er að mannkynið er á vegferð sem hæglega getur leitt það í glötun. Lítið er aðhafst enda eru ráðamenn heims flestir með hugann við allt aðra hluti. Það er samt ekki eins og öllum standi á sama. Merkileg hreyfing er risin upp víða um Evrópu. Æskan er mætt til leiks og harðneitar að ganga þann veg tortímingar sem blasir við verði ekkert aðhafst í loftslagsmálum. Börn og unglingar í Belgíu, Frakklandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og víðar streyma út á torg og stræti með mótmælaspjöld og krefjast þess að ráðamenn heims grípi til aðgerða. Ungmennin sjá fyrirmynd í sextán ára sænskri stúlku Gretu Thunberg sem er óþreytandi við að segja leiðtogum heims til syndanna vegna sinnuleysis þeirra í umhverfismálum. Áhugaleysi kjörinna fulltrúa á framtaki ungmennanna endurspeglaðist vel í skilaboðum talsmanns breska forsætisráðuneytisins til þeirra hundrað þúsund skólabarna sem skrópuðu í skólanum og fór út á torg til að minna á ógnirnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Skilaboð forsætisráðuneytisins voru þau að skróp sé ekki til fyrirmyndar, það riðli mikilvægu skólastarfi og kastað sé á glæ kennslustundum sem kennarar hafi undirbúið vandlega. Við þetta bættust setningar um að nemendur ættu að halda sig í skólastofum og mennta sig svo þeir gætu í framtíðinni orðið vísindamenn og liðsmenn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ungir nemendur eiga sem sagt að sitja stilltir og hlýðnir á skólabekk og læra það sem þeim er sett fyrir. Þeir eiga ekki að hafa sérstakar skoðanir á vandamálum heims, hvað þá að sýna frumkvæði með því að krefjast aðgerða. Þeir skulu bíða þar til þeir fá kosningarétt, fyrr sé ekki hægt að taka mark á þeim. Þeir fullorðnu eiga að sjá um að leysa erfið verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, þar á meðal hætturnar sem blasa við vegna loftslagsbreytinga. Verkefni sem hinir fullorðnu hafa þó engan veginn staðið sig í. Æskan sem streymir út á torgin veit að lítill tími er til stefnu. Hún hefur ekki tíma til að bíða eftir því að verða fullorðin og fá kosningarétt. Hennar tími er núna. Hún lætur heyra í sér vegna þess að hún vill eiga framtíð. Þetta er æska sem ætlar sér ekki að þegja meðan hinir fullorðnu eyða jörðinni. Megi hún hafa sem allra hæst!
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun