Svona er staðan á strákunum okkar þegar að mánuður er í leik við heimsmeistarana Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2019 13:00 Strákarnir okkar mæta heimsmeisturum Frakka öðru sinni á skömmum tíma í mars. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2020 eftir rétt rúman mánuð þegar að það mætir Andorra 22. mars ytra og svo heimsmeisturum Frakka þremur dögum síðar á Stade de France í París. Ísland hefur ekki unnið leik í rúmt ár en það fór í gegnum 2018 án þess að vinna leik og ekki tókst Erik Hamrén að vinna sinn fyrsta sigur sem nýr landsliðsþjálfari í Katar í janúar þar sem að liðið gerði jafntefli við Svíþjóð og Eistland. Stóra markmiðið er að komast á þriðja stórmótið í röð en til þess þarf Ísland að enda í öðru af tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppninni. Ef það mistekst verður svo bakaleið í gegnum Þjóðadeildina þrátt fyrir skelfilegan árangur þar á síðasta ári. Eins og alltaf er staðan á strákunum okkar misjöfn; sumir eru í góðu standi og spila alla leiki, aðrir eru í góðu standi en fá ekkert að spila og svo eru það skrattans meiðslin. Sem betur fer eru ekki margir meiddir eins og staðan er núna en sumir eru ekki í mikilli leikæfingu.Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyMarkverðirnir á bekknum Markverðir íslenska liðsins, Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson, verma tréverkið þessa dagana hjá sínum liðum. Hannes missti sætið sitt í Aserbaídjan og ekki náði Rúnar Alex að nýta sér það til góðs í Frakklandi. Rúnar fór vel af stað með Dijon í Frakklandi en eftir að missa af einum leik vegna flensu missti hann sömuleiðis sætið sitt og fær nú aðeins að spila bikarleiki. Svekkjandi fyrir Rúnar sem ætlar sér að hirða stöðuna af Hannesi. Varnarlínan er í góðu standi þó svo að menn eru á mismunandi stigum þegar kemur að leikformi. Birkir Már er á löngu undirbúningstímabili með Val og þá eru „Rússarnir“ okkar sömuleiðis í undirbúningi fyrir seinni hluta deildarinnar sem að hefst í byrjun mars. Kári Árnason er eini varnarmaðurinn sem er að spila reglulega akkurat núna en hann hefur sömuleiðis verið inn og út úr liðinu í Tyrklandi. Sverrir Ingi Ingason á svo eftir að komast á fullt með sínu nýja liði í Grikklandi.Fyrirliðinn sneri aftur á móti Belgíu og munaði um minna.vísir/gettyÞar sem hjartað slær Þegar kemur að hefðbundinni fimm manna miðju íslenska liðsins er staðan mismunandi á milli manna. Góðu fréttirnar eru að hjartað á miðjunni, Gylfi Þór og Aron Einar, eru í topp standi og spila alla leiki fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Verri fréttir eru sífelld meiðsli Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem meiddist enn og aftur á dögunum og var ekki með í síðasta leik Burnley. Jóhann Berg er einn besti maður Burnley og Íslands og væri því gott ef hann kæmist á skrið í aðdraganda landsleikjanna. Birkir Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en þegar að hann er heill hefur hann ekki fengið mikið að spila. Það lítur út fyrir að hann eigi ekki mikla framtíð hjá Aston Villa. Þá er Emil Hallfreðsson að jafna sig eftir aðgerð á hné en hann er án liðs og verður líklega ekki klár fyrr en í mars.Plís, vertu heill!vísir/gettySkorar þegar að hann er heill Alfreð Finnbogason spilaði einn leik í Þjóðadeildinni og skoraði eina mark Íslands. Hann skorar nefnilega þegar að hann er heill eins og hann hefur sýnt í þýsku 1. deildinni þar sem að hann skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í byrjun febrúar. Alfreð hefur því miður verið að glíma við meiðsli en hann kom inn í mótið meiddur og meiddist nú í annað sinn á tímabilinu á dögunum. Hann var ekki með á móti Bayern um helgina en þessi meiðsli eru smávægileg. Ísland þarf á honum að halda í lok mars. Jón Daði Böðvarsson fær lítið að spila með Reading þessa dagana en Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson fara aftur af stað í mars í Rússlandi. Albert Guðmundsson hefur því miður verið lítið að spila með AZ á nýju ári. Meiðslavandræðin eru sem betur fer ekki mikil eins og staðan er núna þegar að rúmur mánuður er í leik. Alfreð og Jóhann Berg ættu báðir að vera komnir aftur nema að eitthvað annað og meira gerist en stærsta spurningamerkið er Emil Hallfreðsson.Raggi Sig verður klár í tæklingarnar í mars.vísir/gettyHannes Þór Halldórsson: Aðalmarkvörður íslenska landsliðsins er í fyrstiklefanum hjá Qarabaq í Aserbaídjan enda sagður á útleið og mögulega til Vals í Pepsi-deildinni. Hann spilaði síðast fyrir félagsliðið sitt 29. nóvember á síðasta ári en er búinn að vera á bekknum í öllum þremur leikjunum á þessu ári.Birkir Már Sævarsson: Hægri bakvörðurinn er á sjö mánaða undirbúningstímabili með Val fyrir átökin í Pepsi-deildinni en hann spilaði þrjá leiki fyrir Valsmenn í Reykjavíkurbikarnum og var einnig í byrjunarliðinu í fyrsta leik Lengjubikarsins um helgina.Ragnar Sigurðsson: Miðvörðurinn öflugi er sem stendur í vetrarfríi með Rostov í Rússlandi en bikarinn hefst aftur í næstu viku og deildin fer aftur af stað í byrjun mars. Það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af Ragnari sem spilar alla leiki verður væntanlega í fínu standi í lok mars.Kári Árnason: Öldungurinn í íslenska liðinu er búinn að byrja þrjá leiki og tvisvar sinnum ekki verið í leikmannahópnum hjá Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni á þessu ári. Hann spilaði síðasta leik frá upphafi til enda þegar að liðið komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra leikja taphrinu.Emil Hallfreðsson er að jafna sig eftir aðgerð á hné.vísir/gettyHörður Björgvin Magnússon: Vinstri bakvörðurinn, eða miðvörðurinn hjá CSKA Moskvu, spilar alla leiki þegar að hann er heill. Hann er búinn að byrja alla leiki síðan að hann jafnaði sig á meiðslum í lok september á síðasta ári. Rússneska deildin er í fríi núna en eins og með Ragnar verður Hörður væntanlega kominn á fullt skrið í mars.Jóhann Berg Guðmundsson: Jóhann Berg er búinn að vera einn besti leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar að hann hefur verið heill. Jóhann er búinn að missa af sjö leikjum vegna meiðsla og var ekki með í 3-1 sigrinum á Brighton fyrr í mánuðinum.Aron Einar Gunnarsson: Landsliðsfyrirliðinn er í flottu formi og byrjar alla leiki hjá Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni. Það er líka eins gott fyrir velska liðið því það hefur ekki unnið leik án þess að Aron sé í byrjunarliðinu.Emil Hallfreðsson: Miðjumaðurinn magnaði sem var búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu gekkst undir aðgerð á hné í byrjun desember og fékk sig síðan lausan frá félagsliði sínu á Ítalíu, Frosinone. Hann spilaði aðeins einn leik með Íslandi í Þjóðadeildinni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Emil vonast til að snúa til baka um miðjan mars en hann má skrifa undir við nýtt lið 28. febrúar.Gylfi Þór Sigurðsson spilar alla leiki fyrir Everton.vísir/gettyBirkir Bjarnason: Birkir er í erfiðum málum hjá Aston Villa í ensku B-deildinni þar sem að hann fær lítið að spila og þá hefur hann verið að glíma við smávægileg meiðsli. Hann hefur ekki komið við sögu í síðustu fimm leikjum Villa í deildinni, þrisvar sinnum ekki verið í hópnum og tvisvar sinnum verið ónotaður varamaður. Hann er í heildina búinn að byrja ellefu af 23 leikjum og skora tvö mörk.gylfiGylfi Þór Sigurðsson: Besti íslenski fótboltamaðurinn er að spila mikið og er í flottu formi þrátt fyrir að Everton-liðinu gangi ekki vel. Gylfi er búinn að byrja 25 af 27 leikjum liðsins í vetur og aldrei meiðst. Hann er búinn að skora níu mörk og gefa þrjár stoðsendingar í deildinni en í heildina er hann búinn að spila 30 leiki í öllum keppnum.Alfreð Finnbogason: Framherji númer eitt í íslenska liðinu er búinn að vera nokkuð heitur með Augsburg í vetur... þegar að hann er heill. Hann missti af fyrstu fimm leikjum deildarinnar vegna meiðsla en fór svo á kostum og skoraði sjö mörk í sex leikjum áður en hann meiddist aftur. Hann skoraði þrennu á móti Mainz í byrjun febrúar en meiddist svo aftur á dögunum og var ekki með á móti Bayern München. Meiðslin eru þó ekki alvarleg.Rúnar Alex Rúnarsson: Markvörðurinn er að spila á hærra stigi fótboltans en nokkur íslenskur markvörður hefur áður gert. Hann byrjaði fyrstu fimmtán leiki Dijon í frönsku 1. deildinni en veiktist svo í desember, missti af einum leik og missti sæti sitt um leið. Hann er búinn að verma tréverkið í síðustu átta leikjum í deild en er búinn að spila alla þrjá bikarleiki liðsins á árinu.Sverrir Ingi Ingason var að skipta um lið.vísir/gettySverrir Ingi Ingason: Miðvörðurinn stóri og sterki fór í vetrarfrí með Rostov í byrjun desember en var síðan seldur til PAOK í Grikklandi þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik í bikarnum í byrjun mánaðarins. Það er vonandi að hann Sverrir verði fljótur að koma sér inn í byrjunarliðið en hann er allavega heill og í góðu standi.Ari Freyr Skúlason: Ari Freyr hefur verið inn og út úr liðinu hjá Lokeren í Belgíu á þessu tímabili en hann byrjaði síðasta leik um helgina og spilaði 90 mínútur. Hann hafði ekki verið í hópnum í tveimur leikjum á undan því og ónotaður varamaður þar á undan eftir að byrja fyrsta leik ársins.Rúrik Gíslason: Kantmaðurinn kraftmikli lagði upp mark fyrir Sandhausen í þýsku 2. deildinni um síðustu helgi en hann hefur byrjað alla leiki liðsins á nýju ári nema einn þegar að hann var í leikbanni vegna gulra spjalda.Rúnar Már Sigurjónsson: Rúnar Már gerði vel í að vinna sig inn í stærra hlutverk í íslenska liðinu á síðasta ári en hann hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla síðan í lok október. Hann kom inn hjá Grasshopper eftir ökklameiðsli í lok desember en meiddist aftur og er ekki kominn af stað á nýju ári.Arnór Sigurðsson þreytti frumraun sína á móti Belgíu.vísir/gettyJón Daði Böðvarsson: Framherjinn vinnusami er ekki í nógu góðum málum hjá Reading en nýr stjóri liðsins spilar honum lítið. Hann er búinn að koma inn af bekknum í síðustu þreur leikjum og spila í heildina 57 mínútur. Jón Daði byrjaði tímabilið vel og skoraði sex mörk í níu fyrstu leikjunum sínum en hefur ekki komið boltanum í netið síðan í september. Hann er samt heill. Albert Guðmundsson Vonarstjarna landsliðsins fór frá PSV til AZ Alkmaar til að spila meira og það stóð til að byrja með en mínútunum hefur fækkað á nýju ári. Albert er ekki búinn að byrja einn af fimm deildarleikjum AZ á árinu 2019 og spila í heildina aðeins 54 af 450 mínútum liðsins í deildinni á árinu. Hann er samt heill.Arnór Sigurðsson: Skagamaðurinn ungi var ekki lengi að vinna sér inn sæti í byrjunarliði CSKA Moskvu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í Meistaradeildinni fyrir rússneska liðið. Eins og með aðra í Rússlandi er Arnór á undirbúningstímabili núna fyrir átökin í seinni hlutanum en deildin fer aftur af stað í byrjun mars.Björn Bergmann Sigurðarson: Hinn Skagamaðurinn byrjar alla leiki fyrir Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni og er búinn að skora fjögur mörk í fimmtán leikjum. Það er það sama með hann og aðra Rússa í íslenska liðinu að hann fer aftur af stað í mars. Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2020 eftir rétt rúman mánuð þegar að það mætir Andorra 22. mars ytra og svo heimsmeisturum Frakka þremur dögum síðar á Stade de France í París. Ísland hefur ekki unnið leik í rúmt ár en það fór í gegnum 2018 án þess að vinna leik og ekki tókst Erik Hamrén að vinna sinn fyrsta sigur sem nýr landsliðsþjálfari í Katar í janúar þar sem að liðið gerði jafntefli við Svíþjóð og Eistland. Stóra markmiðið er að komast á þriðja stórmótið í röð en til þess þarf Ísland að enda í öðru af tveimur efstu sætum síns riðils í undankeppninni. Ef það mistekst verður svo bakaleið í gegnum Þjóðadeildina þrátt fyrir skelfilegan árangur þar á síðasta ári. Eins og alltaf er staðan á strákunum okkar misjöfn; sumir eru í góðu standi og spila alla leiki, aðrir eru í góðu standi en fá ekkert að spila og svo eru það skrattans meiðslin. Sem betur fer eru ekki margir meiddir eins og staðan er núna en sumir eru ekki í mikilli leikæfingu.Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag.vísir/gettyMarkverðirnir á bekknum Markverðir íslenska liðsins, Hannes Þór Halldórsson og Rúnar Alex Rúnarsson, verma tréverkið þessa dagana hjá sínum liðum. Hannes missti sætið sitt í Aserbaídjan og ekki náði Rúnar Alex að nýta sér það til góðs í Frakklandi. Rúnar fór vel af stað með Dijon í Frakklandi en eftir að missa af einum leik vegna flensu missti hann sömuleiðis sætið sitt og fær nú aðeins að spila bikarleiki. Svekkjandi fyrir Rúnar sem ætlar sér að hirða stöðuna af Hannesi. Varnarlínan er í góðu standi þó svo að menn eru á mismunandi stigum þegar kemur að leikformi. Birkir Már er á löngu undirbúningstímabili með Val og þá eru „Rússarnir“ okkar sömuleiðis í undirbúningi fyrir seinni hluta deildarinnar sem að hefst í byrjun mars. Kári Árnason er eini varnarmaðurinn sem er að spila reglulega akkurat núna en hann hefur sömuleiðis verið inn og út úr liðinu í Tyrklandi. Sverrir Ingi Ingason á svo eftir að komast á fullt með sínu nýja liði í Grikklandi.Fyrirliðinn sneri aftur á móti Belgíu og munaði um minna.vísir/gettyÞar sem hjartað slær Þegar kemur að hefðbundinni fimm manna miðju íslenska liðsins er staðan mismunandi á milli manna. Góðu fréttirnar eru að hjartað á miðjunni, Gylfi Þór og Aron Einar, eru í topp standi og spila alla leiki fyrir sín lið í ensku úrvalsdeildinni. Verri fréttir eru sífelld meiðsli Jóhanns Bergs Guðmundssonar sem meiddist enn og aftur á dögunum og var ekki með í síðasta leik Burnley. Jóhann Berg er einn besti maður Burnley og Íslands og væri því gott ef hann kæmist á skrið í aðdraganda landsleikjanna. Birkir Bjarnason hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en þegar að hann er heill hefur hann ekki fengið mikið að spila. Það lítur út fyrir að hann eigi ekki mikla framtíð hjá Aston Villa. Þá er Emil Hallfreðsson að jafna sig eftir aðgerð á hné en hann er án liðs og verður líklega ekki klár fyrr en í mars.Plís, vertu heill!vísir/gettySkorar þegar að hann er heill Alfreð Finnbogason spilaði einn leik í Þjóðadeildinni og skoraði eina mark Íslands. Hann skorar nefnilega þegar að hann er heill eins og hann hefur sýnt í þýsku 1. deildinni þar sem að hann skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í byrjun febrúar. Alfreð hefur því miður verið að glíma við meiðsli en hann kom inn í mótið meiddur og meiddist nú í annað sinn á tímabilinu á dögunum. Hann var ekki með á móti Bayern um helgina en þessi meiðsli eru smávægileg. Ísland þarf á honum að halda í lok mars. Jón Daði Böðvarsson fær lítið að spila með Reading þessa dagana en Skagamennirnir Arnór Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson fara aftur af stað í mars í Rússlandi. Albert Guðmundsson hefur því miður verið lítið að spila með AZ á nýju ári. Meiðslavandræðin eru sem betur fer ekki mikil eins og staðan er núna þegar að rúmur mánuður er í leik. Alfreð og Jóhann Berg ættu báðir að vera komnir aftur nema að eitthvað annað og meira gerist en stærsta spurningamerkið er Emil Hallfreðsson.Raggi Sig verður klár í tæklingarnar í mars.vísir/gettyHannes Þór Halldórsson: Aðalmarkvörður íslenska landsliðsins er í fyrstiklefanum hjá Qarabaq í Aserbaídjan enda sagður á útleið og mögulega til Vals í Pepsi-deildinni. Hann spilaði síðast fyrir félagsliðið sitt 29. nóvember á síðasta ári en er búinn að vera á bekknum í öllum þremur leikjunum á þessu ári.Birkir Már Sævarsson: Hægri bakvörðurinn er á sjö mánaða undirbúningstímabili með Val fyrir átökin í Pepsi-deildinni en hann spilaði þrjá leiki fyrir Valsmenn í Reykjavíkurbikarnum og var einnig í byrjunarliðinu í fyrsta leik Lengjubikarsins um helgina.Ragnar Sigurðsson: Miðvörðurinn öflugi er sem stendur í vetrarfríi með Rostov í Rússlandi en bikarinn hefst aftur í næstu viku og deildin fer aftur af stað í byrjun mars. Það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af Ragnari sem spilar alla leiki verður væntanlega í fínu standi í lok mars.Kári Árnason: Öldungurinn í íslenska liðinu er búinn að byrja þrjá leiki og tvisvar sinnum ekki verið í leikmannahópnum hjá Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni á þessu ári. Hann spilaði síðasta leik frá upphafi til enda þegar að liðið komst aftur á sigurbraut eftir fjögurra leikja taphrinu.Emil Hallfreðsson er að jafna sig eftir aðgerð á hné.vísir/gettyHörður Björgvin Magnússon: Vinstri bakvörðurinn, eða miðvörðurinn hjá CSKA Moskvu, spilar alla leiki þegar að hann er heill. Hann er búinn að byrja alla leiki síðan að hann jafnaði sig á meiðslum í lok september á síðasta ári. Rússneska deildin er í fríi núna en eins og með Ragnar verður Hörður væntanlega kominn á fullt skrið í mars.Jóhann Berg Guðmundsson: Jóhann Berg er búinn að vera einn besti leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni í vetur þegar að hann hefur verið heill. Jóhann er búinn að missa af sjö leikjum vegna meiðsla og var ekki með í 3-1 sigrinum á Brighton fyrr í mánuðinum.Aron Einar Gunnarsson: Landsliðsfyrirliðinn er í flottu formi og byrjar alla leiki hjá Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni. Það er líka eins gott fyrir velska liðið því það hefur ekki unnið leik án þess að Aron sé í byrjunarliðinu.Emil Hallfreðsson: Miðjumaðurinn magnaði sem var búinn að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu gekkst undir aðgerð á hné í byrjun desember og fékk sig síðan lausan frá félagsliði sínu á Ítalíu, Frosinone. Hann spilaði aðeins einn leik með Íslandi í Þjóðadeildinni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Emil vonast til að snúa til baka um miðjan mars en hann má skrifa undir við nýtt lið 28. febrúar.Gylfi Þór Sigurðsson spilar alla leiki fyrir Everton.vísir/gettyBirkir Bjarnason: Birkir er í erfiðum málum hjá Aston Villa í ensku B-deildinni þar sem að hann fær lítið að spila og þá hefur hann verið að glíma við smávægileg meiðsli. Hann hefur ekki komið við sögu í síðustu fimm leikjum Villa í deildinni, þrisvar sinnum ekki verið í hópnum og tvisvar sinnum verið ónotaður varamaður. Hann er í heildina búinn að byrja ellefu af 23 leikjum og skora tvö mörk.gylfiGylfi Þór Sigurðsson: Besti íslenski fótboltamaðurinn er að spila mikið og er í flottu formi þrátt fyrir að Everton-liðinu gangi ekki vel. Gylfi er búinn að byrja 25 af 27 leikjum liðsins í vetur og aldrei meiðst. Hann er búinn að skora níu mörk og gefa þrjár stoðsendingar í deildinni en í heildina er hann búinn að spila 30 leiki í öllum keppnum.Alfreð Finnbogason: Framherji númer eitt í íslenska liðinu er búinn að vera nokkuð heitur með Augsburg í vetur... þegar að hann er heill. Hann missti af fyrstu fimm leikjum deildarinnar vegna meiðsla en fór svo á kostum og skoraði sjö mörk í sex leikjum áður en hann meiddist aftur. Hann skoraði þrennu á móti Mainz í byrjun febrúar en meiddist svo aftur á dögunum og var ekki með á móti Bayern München. Meiðslin eru þó ekki alvarleg.Rúnar Alex Rúnarsson: Markvörðurinn er að spila á hærra stigi fótboltans en nokkur íslenskur markvörður hefur áður gert. Hann byrjaði fyrstu fimmtán leiki Dijon í frönsku 1. deildinni en veiktist svo í desember, missti af einum leik og missti sæti sitt um leið. Hann er búinn að verma tréverkið í síðustu átta leikjum í deild en er búinn að spila alla þrjá bikarleiki liðsins á árinu.Sverrir Ingi Ingason var að skipta um lið.vísir/gettySverrir Ingi Ingason: Miðvörðurinn stóri og sterki fór í vetrarfrí með Rostov í byrjun desember en var síðan seldur til PAOK í Grikklandi þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik í bikarnum í byrjun mánaðarins. Það er vonandi að hann Sverrir verði fljótur að koma sér inn í byrjunarliðið en hann er allavega heill og í góðu standi.Ari Freyr Skúlason: Ari Freyr hefur verið inn og út úr liðinu hjá Lokeren í Belgíu á þessu tímabili en hann byrjaði síðasta leik um helgina og spilaði 90 mínútur. Hann hafði ekki verið í hópnum í tveimur leikjum á undan því og ónotaður varamaður þar á undan eftir að byrja fyrsta leik ársins.Rúrik Gíslason: Kantmaðurinn kraftmikli lagði upp mark fyrir Sandhausen í þýsku 2. deildinni um síðustu helgi en hann hefur byrjað alla leiki liðsins á nýju ári nema einn þegar að hann var í leikbanni vegna gulra spjalda.Rúnar Már Sigurjónsson: Rúnar Már gerði vel í að vinna sig inn í stærra hlutverk í íslenska liðinu á síðasta ári en hann hefur verið meira og minna frá vegna meiðsla síðan í lok október. Hann kom inn hjá Grasshopper eftir ökklameiðsli í lok desember en meiddist aftur og er ekki kominn af stað á nýju ári.Arnór Sigurðsson þreytti frumraun sína á móti Belgíu.vísir/gettyJón Daði Böðvarsson: Framherjinn vinnusami er ekki í nógu góðum málum hjá Reading en nýr stjóri liðsins spilar honum lítið. Hann er búinn að koma inn af bekknum í síðustu þreur leikjum og spila í heildina 57 mínútur. Jón Daði byrjaði tímabilið vel og skoraði sex mörk í níu fyrstu leikjunum sínum en hefur ekki komið boltanum í netið síðan í september. Hann er samt heill. Albert Guðmundsson Vonarstjarna landsliðsins fór frá PSV til AZ Alkmaar til að spila meira og það stóð til að byrja með en mínútunum hefur fækkað á nýju ári. Albert er ekki búinn að byrja einn af fimm deildarleikjum AZ á árinu 2019 og spila í heildina aðeins 54 af 450 mínútum liðsins í deildinni á árinu. Hann er samt heill.Arnór Sigurðsson: Skagamaðurinn ungi var ekki lengi að vinna sér inn sæti í byrjunarliði CSKA Moskvu en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í Meistaradeildinni fyrir rússneska liðið. Eins og með aðra í Rússlandi er Arnór á undirbúningstímabili núna fyrir átökin í seinni hlutanum en deildin fer aftur af stað í byrjun mars.Björn Bergmann Sigurðarson: Hinn Skagamaðurinn byrjar alla leiki fyrir Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni og er búinn að skora fjögur mörk í fimmtán leikjum. Það er það sama með hann og aðra Rússa í íslenska liðinu að hann fer aftur af stað í mars.
Íslenski boltinn Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira