Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umfram spár Sighvatur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst um 30% í kjölfar stækkunar sem ljúka á við síðar á árinu. Fréttablaðið/Ernir Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur. Reykjavík Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur.
Reykjavík Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent