ASÍ segir ummæli fjármálaráðherra vera til marks um „hugmyndafræðilegan ágreining“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sylvía Hall skrifa 2. febrúar 2019 12:46 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum. Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Alþýðusamband Íslands gagnrýnir ummæli fjármálaráðherra þess efnis að tillögur sambandsins um breytingar í skattkerfinu muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. Forseti sambandsins segir að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Auðvitað veit ráðherra hvað við erum að tala um en við erum ekki sammála um nálgun í kerfinu, í skattkerfisbreytingum þannig það er bara hugmyndafræðilegur ágreiningur fyrst og fremst,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ. Samkvæmt tilkynningu frá stjórn ASÍ hefur fjármálaráðherra haldið því fram í gagnrýni sinni á tillögur ASÍ um breytingar á skattkerfinu að þær muni leiða til þess að skattbyrði hækki á meðaltekjur og jaðarskattar aukist. „Þetta kristallar ákveðinn hugmyndafræðilegan ágreining. Ég vil bara minna á það að við erum að leggja til fjögurra þrepa skattkerfi og bara það að fjölga skattþrepum minnkar áhættuna á jaðarsköttum. Við erum líka að leggja á það áherslu að millitekjuhópurinn greiði ekki fyrir skattalækkanir og í samhengi við það má minna á að stjórnvöld hafa afsalað sér tekjum undanfarið með skattabreytingum.“ Samkvæmt tilkynningu frá stjórninni gera tillögur sambandsins ráð fyrir að skattbyrði 95% vinnandi fólks lækki eða haldist óbreytt en tekjuhæstu 5% munu hins vegar greiða hærri skatta en nú. „Þetta er risastórt verkefni og samningar fram undan og kemur að hugmyndafræðinni um hvort raunverulega eigi að beita skattkerfinu til jöfnuðar og til þess að rýmka ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu eða ekki,“ segir Drífa að lokum.
Kjaramál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Fjármálaráðherra segir skattatillögur ASÍ hækka skatta á millitekjufólk Fjármálaráðherra segir hugmyndir Alþýðusambandsins í skattamálum auka jaðarskatta og auka skattheimtu á millitekjuhópa of mikið. 31. janúar 2019 13:24