Erlent

Maður fannst gegnfrosinn í bakgarði sínum í Wisconsin

Sylvía Hall skrifar
Maðurinn fannst látinn á heimili sínu í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum.
Maðurinn fannst látinn á heimili sínu í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Getty/Washington Post
Maður á sjötugsaldri fannst gegnfrosinn í bakgarði sínum í borginni Cudahy í Wisconsin-fylki Bandaríkjanna. Maðurinn fannst eftir að samstarfsfélagar hans urðu áhyggjufullir þegar hann mætti ekki til vinnu. 

Læknisskoðun hefur leitt í ljós að maðurinn hafi ekki verið nægilega vel klæddur til þess að vera úti í kuldanum en hitastigið fór niður rúmlega þrjátíu gráðu frost í borginni á fimmtudag. Talið er að í það minnsta 27 séu látnir í kuldakastinu sem nú ríður yfir Bandaríkin eftir því sem kemur fram á vef Independent.  

Þá fannst níræð kona látin úr ofkælingu eftir að hún læstist úti úr húsi sínu í Michigan-fylki í Bandaríkjunum. Hún hafði farið út að fóðra fugla og reyndi að brjóta sér leið inn í húsið en skurðir fundust á líki hennar sem hún hafði hlotið við að brjóta glugga á heimili sínu.



Spítalar í Illinois telja sig hafa tekið við um 220 manns vegna frostbits og ofkælingar síðan á fimmtudag þegar hitastigið fór niður fyrir 34 gráðu frost á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. 


Tengdar fréttir

Ísilagt Michigan-vatn vekur mikla athygli

Í Chicago í Illinois-ríki hefur frostið náð þrjátíu gráðum en kuldinn gerði það að verkum að stöðuvatnið sem borgin stendur við, Michigan-vatn, varð ísilagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×