Innlent

Týndur ferðamaður reyndist ekki vera týndur

Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Hall skrifa
Málið var að öllum líkindum byggt á misskilningi.
Málið var að öllum líkindum byggt á misskilningi. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á öðrum tímanum eftir að tilkynning barst um að erlendur ferðamaður væri týndur á Nesjavöllum.

Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við fréttastofu að björgunarsveitarmenn hafi varla verið lagðir af stað til leitar þegar önnur tilkynning barst um að maðurinn væri fundinn heill á húfi. Málið reyndist að öllum líkindum byggt á misskilningi og voru allir því fegnir ekki var um alvarlegri atburð að ræða.

Ferðamennirnir hyggjast skoða náttúruna í frostinu á Suðurlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×