RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 20:57 Ingibjörg Sólrún fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri segir að RÚV hafi seilst of langt með umdeildu viðtali. Anton Brink Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri í Reykjavík, segir að það sé gott að tryggja fjölbreytni í hópi viðmælenda hjá Ríkisútvarpinu en að það sé of langt seilst að birta viðtal við „manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH)“. Ingibjörg Sólrún lét í ljós skoðun sína á Facebook-síðunni sinni í dag. Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að sjónvarpa viðtali við íslenska konu sem skilgreinir sig sjálf sem þjóðernissina og „kippir sér ekki upp við að vera kölluð nasisti“ hefur sætt gagnrýni og hefur málið farið hátt á samfélagsmiðlum að undanförnu. Sigríður Bryndís Baldvinsdóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, er viðmælandi í þættinum „Paradísarheimt“ sem er í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar sjónvarpsmanns. Í lýsingu þáttarins á vef RÚV segir að þar ræði Jón við „fólk sem syndir á móti straumnum og er svolítið öðruvísi en flest annað fólk“. Þátturinn verður á dagskrá RÚV annað kvöld klukkan 20:25. Sjá nánar: Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun „Skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg Sólrún. Hún segir jafnframt að ekki verði komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig með því að koma á framfæri sjónarmiðum fólks með viðlíka sjónarmið við alla landsmenn. Betri leið til þess sé að „upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta“.Þurfi að vera hægt að ræða um allt Jón Ársæll var spurður út í viðtalið í Vikunni með Gísla Marteini gærkvöldi. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að best sé að tala um hlutina í stað þess að þegja þá í hel. Landsmenn þurfi að geta talað um allt. „Það er ekki hægt að taka eitthvað sem má alls ekki tala um, eða má ekki vera á dagskrá.“ Nasismi ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Ingibjörgu Sólrúnu og sagði að með viðtalinu væri verið að veita skoðunum sem þessum lögmæti. „Hér er verið að breiða út hatur og gera nasisma að „hverri annarri skoðun,“ skrifar Guðmundur Andri. Vilhjálmur Þorsteinsson, fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar, segir nasisma ekki vera skoðun. „Hann er ásetningur um að ganga gegn samfélagi lýðræðis og mannréttinda. Samfélag lýðræðis og mannréttinda er ekki sjálfgefið og það þarf að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Viðtal RÚV við meintan nasista vekur umtal og undrun Samfélagsmiðlanotendur spyrja hvers vegna RÚV veiti þjóðernissinna sem segir helförina ekki hafa verið eins slæma og af er látið vettvang fyrir öfgaskoðanir. 25. janúar 2019 21:00