Kveikja á risatungli í Hörpu á fimmtíu ára afmæli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 10:40 Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Háskóli Íslands, UTmessan og Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) standa saman að uppsetningu á feikistóru listaverki í formi líkans af tunglinu í tengslum við UTmessu sem fram fer í Hörpu dagana 8. og 9. febrúar. Vinna við uppsetningu tunglsins stendur yfir í dag og kveikt verður á því um sexleytið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ. UTmessan hefur verið haldin árlega allt frá árinu 2011 en um er að ræða einn stærsta viðburð ársins hér á landi á sviði upplýsinga- og tölvutækni. Ráðstefnan er jafnan á föstudegi og laugardegi og er fyrri dagurinn hugsaður sem ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingageiranum en seinni daginn er opið fyrir almenning þar sem færi gefst á að kynna sér ýmsar hliðar upplýsingatækninnar á gagnvirkan og lifandi hátt.UT-messan var til umfjöllunar í Bítinu í morgun.50 ár frá fyrstu tunglgöngunni Í tengslum við ráðstefnuna að þessu sinni hafa Háskóli Íslands, UTmessan og Ský tekið höndum saman og bjóða upp á listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram. Um er að ræða uppblásið tungl sem er sjö metrar í þvermál og með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði tunglsins. Skalinn á tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði tunglsins. Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja í dag, mánudaginn 4. febrúar, en reiknað er með að kveikt verði á því um kl. 18. Tunglið mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar. Með þessu uppátæki vilja aðstandendurnir minnast þess að í ár er hálf öld liðin frá því að bandaríska geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) lenti á yfirborði tunglsins og Neil Armstrong steig þar fyrstur manna niður fæti. Gríðarleg framþróun hefur orðið í tölvu- og upplýsingatækni frá þeim tíma og á opna degi UTmessunnar 9. febrúar verður því boðið upp á sérstaka dagskrá í Eldborgarsal Hörpu þar sem hinn íslenskættaði geimfari Bjarni Tryggvason fræðir gesti um geimferðalög og upplifun sína í geimnum. Að auki mun hann segja gestum frá fræknum tunglförum, hvernig það er að búa í geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum í framtíðinni. Þá mun Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, segja gestum frá hinum ýmsu fyrirbrigðum í geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau með hjálp tækninnar. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar um listaverkið Museum of the Moon má finna á heimasíðu UTmessunnar: https://utmessan.is
Bítið Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira