Loftslagsbreytingar og Háskóli Íslands Aðalbjörg Egilsdóttir og Ásmundur Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2019 12:53 Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun