Innlent

Skítaveður víða um land

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Það er leiðindaveður í kortunum fyrir næstu daga.
Það er leiðindaveður í kortunum fyrir næstu daga. Fréttablaðið/Eyþór
Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs en von er á hvassviðri eða stormi víða um land í dag. Vegagerðin boðaði lokanir vega í dag milli Hvolsvallar og Víkur og milli Skeiðarársands og Öræfasveitar.

Lokanir taka gildi á hádegi í dag og er talið að ekki verði opnað á ný fyrr en seinni hluta dagsins á morgun, miðvikudag.

Vegagerðin hefur jafnframt beint því til vegfarenda að kalt veður með stífri norðanátt hafi mótað aðstæður á vegi þannig að hálkuvörn bindist illa við yfirborð vega. Það geti því verið hált þrátt fyrir hálkuvarnir.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Suðausturland og miðhálendið. Von er á stormi eða roki á Suðurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×