ISIS-liðar ekki af baki dottnir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2019 11:09 Frá þjálfunarbúðum sem ISIS-liðar reistu í Írak. Sérfræðingar Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að ekki sé búið að sigra vígamenn Íslamska ríkisins. Þeir séu einungis í felum, hafi enn aðgang að fjármögnun og að bíði eftir að Bandaríkin fari frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að kalífadæmi hryðjuverkasamtakanna heyri nú sögunni til búi samtökin enn yfir stórum hópi reyndra og agaðra vígamanna og án hernaðarlegs þrýstings gætu samtökin risið á nýjan leik á einungis sex til tólf mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu innri endurskoðanda Varnarmálaráðuneytisins sem birt var í gær. Skýrslan snýr að miklu leyti að ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla bandarískt herlið heim frá Sýrlandi. Trump tilkynnti ákvörðun sína í desember og var hún tekin gegn ráðum þáverandi varnarmálaráðherra hans, Jim Mattis, sem sagði af sér í kjölfarið.Sjá einnig: Mattis hættir sem varnarmálaráðherraÞá tilkynnti Trump einnig að búið væri að sigra Íslamska ríkið, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkjamenn áætluðu í sumar að ISIS-liðar væru allt að 30 þúsund talsins í Írak og Sýrlandi. Þá má einnig finna systursamtök Íslamska ríkisins víða um heiminn og áætlað er að um fimmtíu erlendir vígamenn gangi enn til liðs við samtökin í hverjum mánuði. Einungis 400 til 600 ferkílómetrar af Kalífadæminu eru enn í höndum ISIS-liða en nú segir bandaríski herinn að um tvö þúsund vígamenn haldi enn til í Sýrlandi.Þrátt fyrir það er talið að margir vígamenn hafi farið í felur. Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki verið gómaður og margir aðrir æðstu meðlimir ISIS leika lausum hala. Sérfræðingar hafa lengi séð merki um að samtökin hafi farið aftur í skuggana og undirbúi hefðbundinn skæruhernað og hryðjuverkaárásir í stað þess að reyna að halda yfirráðasvæði. Þessi þróun er þegar hafin í Írak samkvæmt skýrslunni, þar sem ISIS-liðar gera árásir og fremja morð í dreifðri byggðum landsins þar sem styrkur þeirra er enn mikill. Samtökin hafa aðgang að miklum tekjustofnum í Írak, samkvæmt skýrslunni, og öryggissveitir landsins eru ekki í stakk búnar til að berjast gegn þeim. Tekist hefur að auka öryggi í borgum Írak og hefur mannfall almennra borgara undanfarna mánuði ekki verið minna síðan í nóvember 2012. Það hefur þó reynst erfitt að eiga við ISIS-liða í dreifðum byggðum Írak, þar sem meirihluta íbúa eru súnnítar. Þá segir her Bandaríkjanna að öryggissveitir Írak reiði sig mikið á stuðning Bandaríkjamanna, sérstaklega þegar komi að upplýsingaöflun, loftárásum, þjálfun og skipulagningu. Þá segir einnig að leiðtogar öryggissveita Írak séu ekki vel að sér komnir í taktík og eigi erfitt með að halda utan um „grundvallar aðgerðir fótgönguliða“. Þar að auki hafi mikil spilling komið niður á baráttunni gegn ISIS í Írak.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Svipuð staða er í Sýrlandi þar sem Bandaríkin hafa stutt við bakið á regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF gegn Íslamska ríkinu. SDF inniheldur að mestu sýrlenska Kúrda (YPG) og araba frá norðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneytið telur víst að SDF geti ekki framkvæmt umfangsmiklar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu án stuðnings herafla Bandaríkjanna.DoD OIG Lead Inspector General Quarterly Report: Operation Inherent Resolve shows an overview of Syrian territorial control. https://t.co/TWQwsodtOC @StateOIG @USAID_OIG pic.twitter.com/xBcfJvVgab— DoD InspectorGeneral (@DoD_IG) February 4, 2019 < Bandaríkin Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Sérfræðingar Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að ekki sé búið að sigra vígamenn Íslamska ríkisins. Þeir séu einungis í felum, hafi enn aðgang að fjármögnun og að bíði eftir að Bandaríkin fari frá Sýrlandi. Þrátt fyrir að kalífadæmi hryðjuverkasamtakanna heyri nú sögunni til búi samtökin enn yfir stórum hópi reyndra og agaðra vígamanna og án hernaðarlegs þrýstings gætu samtökin risið á nýjan leik á einungis sex til tólf mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu innri endurskoðanda Varnarmálaráðuneytisins sem birt var í gær. Skýrslan snýr að miklu leyti að ákvörðun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að kalla bandarískt herlið heim frá Sýrlandi. Trump tilkynnti ákvörðun sína í desember og var hún tekin gegn ráðum þáverandi varnarmálaráðherra hans, Jim Mattis, sem sagði af sér í kjölfarið.Sjá einnig: Mattis hættir sem varnarmálaráðherraÞá tilkynnti Trump einnig að búið væri að sigra Íslamska ríkið, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkjamenn áætluðu í sumar að ISIS-liðar væru allt að 30 þúsund talsins í Írak og Sýrlandi. Þá má einnig finna systursamtök Íslamska ríkisins víða um heiminn og áætlað er að um fimmtíu erlendir vígamenn gangi enn til liðs við samtökin í hverjum mánuði. Einungis 400 til 600 ferkílómetrar af Kalífadæminu eru enn í höndum ISIS-liða en nú segir bandaríski herinn að um tvö þúsund vígamenn haldi enn til í Sýrlandi.Þrátt fyrir það er talið að margir vígamenn hafi farið í felur. Abu Bakr al Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki verið gómaður og margir aðrir æðstu meðlimir ISIS leika lausum hala. Sérfræðingar hafa lengi séð merki um að samtökin hafi farið aftur í skuggana og undirbúi hefðbundinn skæruhernað og hryðjuverkaárásir í stað þess að reyna að halda yfirráðasvæði. Þessi þróun er þegar hafin í Írak samkvæmt skýrslunni, þar sem ISIS-liðar gera árásir og fremja morð í dreifðri byggðum landsins þar sem styrkur þeirra er enn mikill. Samtökin hafa aðgang að miklum tekjustofnum í Írak, samkvæmt skýrslunni, og öryggissveitir landsins eru ekki í stakk búnar til að berjast gegn þeim. Tekist hefur að auka öryggi í borgum Írak og hefur mannfall almennra borgara undanfarna mánuði ekki verið minna síðan í nóvember 2012. Það hefur þó reynst erfitt að eiga við ISIS-liða í dreifðum byggðum Írak, þar sem meirihluta íbúa eru súnnítar. Þá segir her Bandaríkjanna að öryggissveitir Írak reiði sig mikið á stuðning Bandaríkjamanna, sérstaklega þegar komi að upplýsingaöflun, loftárásum, þjálfun og skipulagningu. Þá segir einnig að leiðtogar öryggissveita Írak séu ekki vel að sér komnir í taktík og eigi erfitt með að halda utan um „grundvallar aðgerðir fótgönguliða“. Þar að auki hafi mikil spilling komið niður á baráttunni gegn ISIS í Írak.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Svipuð staða er í Sýrlandi þar sem Bandaríkin hafa stutt við bakið á regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF gegn Íslamska ríkinu. SDF inniheldur að mestu sýrlenska Kúrda (YPG) og araba frá norðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneytið telur víst að SDF geti ekki framkvæmt umfangsmiklar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu án stuðnings herafla Bandaríkjanna.DoD OIG Lead Inspector General Quarterly Report: Operation Inherent Resolve shows an overview of Syrian territorial control. https://t.co/TWQwsodtOC @StateOIG @USAID_OIG pic.twitter.com/xBcfJvVgab— DoD InspectorGeneral (@DoD_IG) February 4, 2019 <
Bandaríkin Írak Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Hótar að leggja efnahag Tyrklands í rúst Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar því að leggja efnahag Tyrklands í rúst, ráðist þeir gegn Kúrdum í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjamenn draga herlið sitt til baka þar í landi eins og Trump hefur boðað. 14. janúar 2019 07:15
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. 13. janúar 2019 08:57
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38