Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 12:17 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mynd/Samsett Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að bloggsíða með frásögnum 23 kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi verið örþrifaráð kvennanna sem stóðu að henni. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðuna hins vegar dæmi um óhugnanlega þróun þar sem fólk tekur lögin í sínar eigin hendur. Þetta kom fram í máli Helgu Völu og Brynjars í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umræddri bloggsíðu var hleypt af stokkunum í gær en á henni er að finna 23 frásagnir kvenna af meintri ósæmilegri hegðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Hin meintu brot spanna marga áratugi en frásagnir kvennanna eru allar nafnlausar.„Hvar byrjar hin opinbera smánun?“ Helga Vala og Brynjar voru innt eftir því hvort þeim þætti bloggsíðan „í lagi“, þ.e. að opna síðu þar sem ein manneskja er tekin fyrir líkt og í tilviki Jóns Baldvins, og þá hvort hún gæti talist örþrifaráð kvennanna sem að henni standa. Helga Vala taldi svo vera og setti málið í samhengi við umræðu um opinbera smánun. „Ég held að þetta sé örþrifaráð, af því að þið eruð að tala um opinbera smánun. Hvar byrjar hin opnibera smánun?“ spurði Helga Vala, og hélt áfram. „Er það opinber smánun að vera með samfélagsmiðil og deila frétt sem kemur frá fjölmiðli? Er það opinber smánun að fjölmiðill fjalli um eitthvað sem fjölmiðillinn telur fréttnæmt? Er opinber smánun að þolandi greini frá einhverju sem kemur? Eða er opinber smánun að fremja eitthvað eða gera eitthvað, sem er það ósiðsamlegt eða jafnvel brotlegt, að það telst fréttnæmt? Hver á ekki að segja frá? Hvar á þessi linkur að rofna? Ef þetta þykir fréttnæmt, eiga fjölmiðlar þá að þegja yfir því?“ Skaðlegt fyrir samfélagið Brynjar var á annarri skoðun. Hann ítrekaði að hér ríktu reglur réttarríkis og sagði þessa aðferð, þ.e. að opna síðu á borð við þá sem meintir þolendur Jóns Baldvins opnuðu, óhugnanlega þróun. „Við vitum ekkert, ég gæti stofnað síðu og sagt að hér komi nafnlaus bréf, Ég gæti þess vegna skrifað þau öll sjálfur, við vitum ekkert um þetta. En ég geri kannski ráð fyrir því að þetta sé ekki þannig. En þetta er bara vond þróun og það er ekkert ætlast til þess að við séum að taka þetta í okkar hendur með þessum hætti heldur erum við búin að reyna með blóði, svita og tárum að búa til eitthvert kerfi í kringum þetta,“ sagði Brynjar. „En mannskepnan er auðvitað bara þannig að ef hún nær ekki einhverju réttlæti, sínu eigin réttlæti í gegnum slíkt, þá grípur hún til hvaða úrræða sem henni dettur í hug og nú er netið mjög gott tæki til þess. En þetta í mínum huga veikir réttarríkið, þetta er slæmt til lengri tíma og skaðlegt fyrir samfélagið.“Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra er borinn þungum sökum í frásögnum 23 kvenna á bloggsíðu sem fór í loftið í gær.Vísir/VilhelmÓvægin umræða um Öldu Karen dæmi um opinbera smánun Helga Vala setti málið þá í samhengi við umræðuna um Öldu Karen Hjaltalín, sem gagnrýnd var harðlega í síðasta mánuði fyrir ummæli sín um andleg veikindi. Það sagði Helga Vala að væri dæmi um opinbera smánun. #MeToo-hreyfingin, sem konurnar að baki bloggsíðunni um Jón Baldvin hafa byggt á, snúist hins vegar ekki um slíkt. „Þar finnst mér vera þessi opinbera smánun sem við erum að tala um. Því þar erum við að tala um skoðanaskipti, hún trúir því sem hún heldur fram að virki og svo kemur hjörðin og keyrir yfir hana og segir: þú hefur rangt fyrir þér. En MeToo og Höfum hátt snýst um að skila skömminni af því að einhver braut gegn þér. Alda Karen braut ekki gegn neinum. Hún heldur bara fram þarna einhverju sem hún trúir á og mér finnst þetta einmitt vera munurinn, og mjög mikill munur,“ sagði Helga Vala. „En þegar 23 konur koma fram og segja sögu sína, margar undir nafni, þá veltir maður fyrir sér af hverju ættu þessar konur að fara í fyrsta lagi að stíga fram á þessum tímapunkti, af því bara og búa til einhverjar sögur frá hinum og þessum tímanum, hinum og þessum áratugnum?“ Eigi engan séns á að verja sig Brynjar setti spurningarmerki við vangaveltur Helgu Völu. „Ég gæti alveg sagt sögur af ósæmilegri hegðun fólks sem ég hef orðið vitni að eða beinst gegn mér og búið til síðu um það. Það bara hvarflar ekki að mér vegna þess að ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti.“ Helga Vala var ósátt með orðalag Brynjars um að „vilja ekki meiða fólk“ en Brynjar sagðist þá ekki hafa verið að tala beint um mál Jóns Baldvins. Hann virtist þó víkja að því aftur síðar og ítrekaði að ekki væri tækt að ráðast gegn einstaklingum á opinberum vettvangi sem ekki hefðu tök á að verja sig. „Ef ég tel á mér brotið þá vil ég fara réttu leið með það. Ég ætla ekki að bíða í tuttugu ár eða þrjátíu ár, tíu tuttugu eða þrjátíu ár eða jafnvel lengur, og ætla svo að fara að ráðast gegn manni sem á engan séns á að verja sig. Það er enginn möguleiki á að upplýsa málið. Það finnst mér hegðun sem á ekki að vera í íslensku samfélagi. Ég get alveg skilið það að menn séu reiðir og finnst réttlætið ekki hafa náð fram að ganga en við getum samt ekki leyft okkur þetta.“ Munur á því að opinbera frásögn og að ræða við vin Helgu Völu var jafnframt tíðrætt um mikilvægi þess að skila skömminni og sagði að það hefði margsýnt sig að þolendum liði betur þegar þeir segðu frá brotum eða ósæmilegri hegðun gegn sér. Þetta greip Brynjar á lofti og sagði stigsmun á því að opinbera slíkt á netinu og að ræða það við einhvern nákominn sér. „Það er mikill munur á því að greina sálfræðingi eða einhverjum vini sínum frá einhverju og að stofna síðu til að fara gegn einhverjum ákveðnum einstaklingi. Það er mikill munur á því hjá mér.“ Þá hamraði hann enn á því hversu mikilvægt það væri að fylgja reglum réttarríkisins og taka lögin ekki í sínar eigin hendur með þeim hætti sem hafði þá verið til umræðu. Helga Vala virtist gefa lítið fyrir þessa skoðun Brynjars. „En sjáðu samt stöðuna. Taka hvað í eigin hendur? Það er búið að ráðast á þig. Það er búið að ráðast á þig, það er búið að brjóta á þér. Að þú takir þitt líf og reynir að gera það betra, er það ekki eðlilegt, að taka það í eigin hendur, að losa mig við þetta bjarg og skila því þangað sem bjargið á heima?“Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild hér að neðan. Bítið MeToo Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún rekur söguna af baktjaldaátökum við Jón Baldvin vegna bréfaskrifa hans Fékk Dag B. Eggertsson til að vera vitni á fundi með Jóni Baldvin. 4. febrúar 2019 20:49 Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Sakar Jón Baldvin um lygar Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. 4. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ljóst að bloggsíða með frásögnum 23 kvenna af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi verið örþrifaráð kvennanna sem stóðu að henni. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir síðuna hins vegar dæmi um óhugnanlega þróun þar sem fólk tekur lögin í sínar eigin hendur. Þetta kom fram í máli Helgu Völu og Brynjars í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Umræddri bloggsíðu var hleypt af stokkunum í gær en á henni er að finna 23 frásagnir kvenna af meintri ósæmilegri hegðun Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra. Hin meintu brot spanna marga áratugi en frásagnir kvennanna eru allar nafnlausar.„Hvar byrjar hin opinbera smánun?“ Helga Vala og Brynjar voru innt eftir því hvort þeim þætti bloggsíðan „í lagi“, þ.e. að opna síðu þar sem ein manneskja er tekin fyrir líkt og í tilviki Jóns Baldvins, og þá hvort hún gæti talist örþrifaráð kvennanna sem að henni standa. Helga Vala taldi svo vera og setti málið í samhengi við umræðu um opinbera smánun. „Ég held að þetta sé örþrifaráð, af því að þið eruð að tala um opinbera smánun. Hvar byrjar hin opnibera smánun?“ spurði Helga Vala, og hélt áfram. „Er það opinber smánun að vera með samfélagsmiðil og deila frétt sem kemur frá fjölmiðli? Er það opinber smánun að fjölmiðill fjalli um eitthvað sem fjölmiðillinn telur fréttnæmt? Er opinber smánun að þolandi greini frá einhverju sem kemur? Eða er opinber smánun að fremja eitthvað eða gera eitthvað, sem er það ósiðsamlegt eða jafnvel brotlegt, að það telst fréttnæmt? Hver á ekki að segja frá? Hvar á þessi linkur að rofna? Ef þetta þykir fréttnæmt, eiga fjölmiðlar þá að þegja yfir því?“ Skaðlegt fyrir samfélagið Brynjar var á annarri skoðun. Hann ítrekaði að hér ríktu reglur réttarríkis og sagði þessa aðferð, þ.e. að opna síðu á borð við þá sem meintir þolendur Jóns Baldvins opnuðu, óhugnanlega þróun. „Við vitum ekkert, ég gæti stofnað síðu og sagt að hér komi nafnlaus bréf, Ég gæti þess vegna skrifað þau öll sjálfur, við vitum ekkert um þetta. En ég geri kannski ráð fyrir því að þetta sé ekki þannig. En þetta er bara vond þróun og það er ekkert ætlast til þess að við séum að taka þetta í okkar hendur með þessum hætti heldur erum við búin að reyna með blóði, svita og tárum að búa til eitthvert kerfi í kringum þetta,“ sagði Brynjar. „En mannskepnan er auðvitað bara þannig að ef hún nær ekki einhverju réttlæti, sínu eigin réttlæti í gegnum slíkt, þá grípur hún til hvaða úrræða sem henni dettur í hug og nú er netið mjög gott tæki til þess. En þetta í mínum huga veikir réttarríkið, þetta er slæmt til lengri tíma og skaðlegt fyrir samfélagið.“Jóns Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra er borinn þungum sökum í frásögnum 23 kvenna á bloggsíðu sem fór í loftið í gær.Vísir/VilhelmÓvægin umræða um Öldu Karen dæmi um opinbera smánun Helga Vala setti málið þá í samhengi við umræðuna um Öldu Karen Hjaltalín, sem gagnrýnd var harðlega í síðasta mánuði fyrir ummæli sín um andleg veikindi. Það sagði Helga Vala að væri dæmi um opinbera smánun. #MeToo-hreyfingin, sem konurnar að baki bloggsíðunni um Jón Baldvin hafa byggt á, snúist hins vegar ekki um slíkt. „Þar finnst mér vera þessi opinbera smánun sem við erum að tala um. Því þar erum við að tala um skoðanaskipti, hún trúir því sem hún heldur fram að virki og svo kemur hjörðin og keyrir yfir hana og segir: þú hefur rangt fyrir þér. En MeToo og Höfum hátt snýst um að skila skömminni af því að einhver braut gegn þér. Alda Karen braut ekki gegn neinum. Hún heldur bara fram þarna einhverju sem hún trúir á og mér finnst þetta einmitt vera munurinn, og mjög mikill munur,“ sagði Helga Vala. „En þegar 23 konur koma fram og segja sögu sína, margar undir nafni, þá veltir maður fyrir sér af hverju ættu þessar konur að fara í fyrsta lagi að stíga fram á þessum tímapunkti, af því bara og búa til einhverjar sögur frá hinum og þessum tímanum, hinum og þessum áratugnum?“ Eigi engan séns á að verja sig Brynjar setti spurningarmerki við vangaveltur Helgu Völu. „Ég gæti alveg sagt sögur af ósæmilegri hegðun fólks sem ég hef orðið vitni að eða beinst gegn mér og búið til síðu um það. Það bara hvarflar ekki að mér vegna þess að ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti.“ Helga Vala var ósátt með orðalag Brynjars um að „vilja ekki meiða fólk“ en Brynjar sagðist þá ekki hafa verið að tala beint um mál Jóns Baldvins. Hann virtist þó víkja að því aftur síðar og ítrekaði að ekki væri tækt að ráðast gegn einstaklingum á opinberum vettvangi sem ekki hefðu tök á að verja sig. „Ef ég tel á mér brotið þá vil ég fara réttu leið með það. Ég ætla ekki að bíða í tuttugu ár eða þrjátíu ár, tíu tuttugu eða þrjátíu ár eða jafnvel lengur, og ætla svo að fara að ráðast gegn manni sem á engan séns á að verja sig. Það er enginn möguleiki á að upplýsa málið. Það finnst mér hegðun sem á ekki að vera í íslensku samfélagi. Ég get alveg skilið það að menn séu reiðir og finnst réttlætið ekki hafa náð fram að ganga en við getum samt ekki leyft okkur þetta.“ Munur á því að opinbera frásögn og að ræða við vin Helgu Völu var jafnframt tíðrætt um mikilvægi þess að skila skömminni og sagði að það hefði margsýnt sig að þolendum liði betur þegar þeir segðu frá brotum eða ósæmilegri hegðun gegn sér. Þetta greip Brynjar á lofti og sagði stigsmun á því að opinbera slíkt á netinu og að ræða það við einhvern nákominn sér. „Það er mikill munur á því að greina sálfræðingi eða einhverjum vini sínum frá einhverju og að stofna síðu til að fara gegn einhverjum ákveðnum einstaklingi. Það er mikill munur á því hjá mér.“ Þá hamraði hann enn á því hversu mikilvægt það væri að fylgja reglum réttarríkisins og taka lögin ekki í sínar eigin hendur með þeim hætti sem hafði þá verið til umræðu. Helga Vala virtist gefa lítið fyrir þessa skoðun Brynjars. „En sjáðu samt stöðuna. Taka hvað í eigin hendur? Það er búið að ráðast á þig. Það er búið að ráðast á þig, það er búið að brjóta á þér. Að þú takir þitt líf og reynir að gera það betra, er það ekki eðlilegt, að taka það í eigin hendur, að losa mig við þetta bjarg og skila því þangað sem bjargið á heima?“Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild hér að neðan.
Bítið MeToo Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún rekur söguna af baktjaldaátökum við Jón Baldvin vegna bréfaskrifa hans Fékk Dag B. Eggertsson til að vera vitni á fundi með Jóni Baldvin. 4. febrúar 2019 20:49 Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Sakar Jón Baldvin um lygar Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. 4. febrúar 2019 14:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Ingibjörg Sólrún rekur söguna af baktjaldaátökum við Jón Baldvin vegna bréfaskrifa hans Fékk Dag B. Eggertsson til að vera vitni á fundi með Jóni Baldvin. 4. febrúar 2019 20:49
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Sakar Jón Baldvin um lygar Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. 4. febrúar 2019 14:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent