Innlent

Ferðamennirnir spyrja hvers vegna þeir fá ekki að fara á næsta hótel

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá lokuninni við Vík í Mýrdal í dag.
Frá lokuninni við Vík í Mýrdal í dag.
Baldur Ólafsson, hjá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli, segir að það sé verulega slæmt veður á þjóðvegi 1 milli Hvolsvallar og Víkur en Vegagerðin lokaði veginum klukkan hálftvö í dag vegna veðurs.

„Það slær upp undir 40 metra og meira undir Eyjafjöllum, það er orðið verulega slæmt,“ sagði Baldur í samtali við Telmu Tómasson, fréttamann, við lokunarpóstinn á Hvolsvelli í dag.

Baldur sagði að mest væri um ferðamenn frá Asíu á svæðinu. Aðspurður hvort þeir væru að spyrja út í hvað gengi á sagði hann svo vera.

„Já, og eru að spyrja af hverju þeir fá ekki að fara á næsta hótel. Þeir fatta þetta ekki, eðlilega,“ sagði Baldur.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar má enn búast við því að það þurfi að loka Hellisheiði og Þrengslum síðdegis sem veginum um Skeiðarársand frá Núpsstað, um Öræfi og að Höfn. Enn hefur þó ekki komið til lokunar á þessum slóðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×