Tekur undir varnaðarorð seðlabankastjóra um verkföll og miklar launahækkanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 14:19 Halldór Benjamín Þorbersson, framkvæmdastjóri SA, segir fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og miklum launahækkunum. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“ Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir þau orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, að verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu áfall fyrir þjóðarbúskapinn. Það sé hin augljósa efnahagslega staðreynd sem allir við samningsborðið þurfi að horfast í augu við. Fundur í kjaraviðræðum SA við Eflingu, VR, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur fór fram hjá ríkissáttasemjara í morgun. Spurður út í tímaramma viðræðnanna segir Halldór að honum finnist ekki skynsamlegt að setja einhver tímamörk sem síðan geti flækst fyrir síðar. Það sé þó mikilvægt að greiða úr málum á sem skemmstum tíma.„Við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt“ „Við sjáum það í tilkynningu Seðlabankans í morgun að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hagvöxtur á mann er orðinn neikvæður. Það eru sannarlega blikur á lofti í efnahagslífinu og við kjarasamningsgerð verður að taka mið af því hvar hagkerfið er statt. Ég ítreka þau skilaboð mín hér,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af verkföllum og launahækkunum langt umfram svigrúm, svo vísað sé í orð seðlabankastjóra, segir Halldór Benjamín fulla ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Verkföll valdi gríðarlegu efnahagslegu tjóni og skapi allra tap í samfélaginu. Ómögulegt sé þó að segja til um hvort að það komi til verkfalla. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á aðkomu stjórnvalda í kjaraviðræðunum. Halldór Benjamín segir að samningsaðilum beri fyrst og fremst að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. „Stjórnvöld hafa gefið út að aðkoma þeirra er skilyrt því að skynsamir kjarasamningar náist. Það finnst mér skynsamleg afstaða hjá stjórnvöldum en fyrst og fremst ber samningsaðilum að leysa úr sínum ágreiningsefnum við samningaborðið. Það gæti skapað forsendu fyrir aðkomu ríkisvaldsins.“
Kjaramál Tengdar fréttir Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30 Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08 Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Mikil vinna í gangi utan funda Áttundi fundur deiluaðila fer fram hjá ríkissáttasemjara í dag. 6. febrúar 2019 06:30
Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5. febrúar 2019 12:08
Byrja að ræða launaliðinn í næstu viku Fundað var í kjaradeilu Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. 6. febrúar 2019 12:39