Möguleiki er á að hér myndist fituhlunkar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2019 11:00 Þessi fituhlunkur var fjarlægður úr holræsakerfi í Lundúnum árið 2014. AFP/Adrian Dennis Svokallaðir fituklumpar eða fituhlunkar (e. fatbergs) hafa verið að finnast í holræsa- og fráveitukerfum víða um heim. Fituhlunkar myndast þegar aðskotahlutir líkt og blautþurrkur, smokkar, tannþræðir og fleira blandast saman við olíu og fitu sem hefur verið sturtað niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska. Þessi efni blandast svo saman, harðna og hlaða utan á sig. Allra stærstu fituhlunkarnir sem fundist hafa eru tugir metra á lengd og hafa fundist meðal annars í holræsakerfum í London, New York, Denver, Valencia og Melbourne. Fituhlunkur sem fannst í Shepherd’s Bush í London árið 2014 var á stærð við Boeing 747 flugvél en sá stærsti sem fundist hefur hingað til var árið 2017 í Whitechapel, austur af London. Sá var 250 metrar á lengd, næstum jafn langur og sjálft Titanic. Fyrirbærið hefur einnig verið kallað „skrímsli“. Í fráveitukerfi Veitna hafa myndast stíflur vegna fituhlunka sem hafa valdið tjóni. Þeir fituhlunkar hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu sem við fáum fréttir af frá útlöndum, en engu að síður nógu stórir til að valda vandræðum. „Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. En það er ekki bara hjá okkur sem lagnir stíflast af þessum sökum því lagnir heimila gera það líka en enginn vill lenda í því að stífla hjá sér klósettið. A.m.k. tvær sögur hafa borist Veitum um heimlagnir í leikskólum sem hafa stíflast og komið hefur í ljós að þær hafa verið stútfullar af blautklútum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Það er alveg hugsanlegt að við getum lent í svipuðu og önnur lönd hafa þurft að kljást við.“ Ljóst er að blautklútar valda vandræðum og miklum kostnaði í fráveitukerfinu og kostnaður Veitna vegna aðgerða sem ráðast þarf í vegna blautklúta hefur verið metinn á yfir tug milljóna króna á ári. Þá er ótalinn kostnaður annarra fráveitna, en Veitur reka fráveitukerfi fyrir tæplega 40% landsmanna og hreinsa skólp frá 60% þeirra.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna„Sem dæmi má nefna að í einni dælustöð Veitna þurfti að meðaltali að fara tvisvar í viku að losa stíflur úr dælum, sem oftast mátti tengja vöndlum af blautklútum. Þar sem þetta var ekki ásættanlegt voru keyptar nýjar dælur í stöðina en slíkur búnaður kostar sitt. Eins þarf að greiða fyrir urðun á því rusli sem endar í síum hreinsistöðva og er það gjald hærra fyrir sóttmengaðan úrgang, eins og þann sem kemur úr fráveitunni, en annað rusl. Ótalinn er svo kostnaðurinn fyrir umhverfið,“ segir Ólöf. „Mörg sveitarfélög á landinu eru ekki með skólphreinsistöðvar og þá enda blautklútarnir sem hent er í klósettið út í sjó. Hið sama á við þegar stöðva þarf starfsemi í einhverri af dælu- eða hreinsistöðvum Veitna vegna bilana eða viðhalds. Blautklútarnir eru oft úr fínum plasttrefjum og leysast ekki upp og má því búast við að þeir séu í sjónum í mörg ár eða fljóti upp í fjörur.“ Að sögn Ólafar eru stíflur í lagnakerfum vegna fitu sem betur fer ekki algengar, en þó þurfi að losa slíkar nokkrum sinnum á ári. Stíflur vegna blautklúta og annarra óæskilegra efna í dælustöðvum eru algengari. „Við höfum verið í átaki við að upplýsa þjóðina en margir hafa haldið að í lagi sé að henda blautklútum í klósett. Það er ekkert undarlegt þar sem fjöldi framleiðenda merkir þær sem „flushable“ sem þýðir að þeim má sturta niður. Sem er ekki tilfellið,“ segir Ólöf. „Veitur hafa verið að benda sérstaklega á blautklúta og fitu/olíu, sem stærsta stífluvaldinn. Það er allt of mikið magn af bæði fitu og blautþurrkum í kerfinu. Það er samt sem áður vert að benda á að ekkert rusl á heima í fráveitukerfinu, bara líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Við segjum stundum að ekkert eigi að fara í klósettið nema það hafi verið borðað áður. Dæmi um hluti sem stundum enda í klósettinu en eiga ekki heima þar eru dömubindi, tíðatappar, bómull, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og hár.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Svokallaðir fituklumpar eða fituhlunkar (e. fatbergs) hafa verið að finnast í holræsa- og fráveitukerfum víða um heim. Fituhlunkar myndast þegar aðskotahlutir líkt og blautþurrkur, smokkar, tannþræðir og fleira blandast saman við olíu og fitu sem hefur verið sturtað niður í klósett eða hellt ofan í niðurföll vaska. Þessi efni blandast svo saman, harðna og hlaða utan á sig. Allra stærstu fituhlunkarnir sem fundist hafa eru tugir metra á lengd og hafa fundist meðal annars í holræsakerfum í London, New York, Denver, Valencia og Melbourne. Fituhlunkur sem fannst í Shepherd’s Bush í London árið 2014 var á stærð við Boeing 747 flugvél en sá stærsti sem fundist hefur hingað til var árið 2017 í Whitechapel, austur af London. Sá var 250 metrar á lengd, næstum jafn langur og sjálft Titanic. Fyrirbærið hefur einnig verið kallað „skrímsli“. Í fráveitukerfi Veitna hafa myndast stíflur vegna fituhlunka sem hafa valdið tjóni. Þeir fituhlunkar hafa ekki verið af þeirri stærðargráðu sem við fáum fréttir af frá útlöndum, en engu að síður nógu stórir til að valda vandræðum. „Því miður höfum við verið að sjá mikla aukningu í notkun blautklúta á síðustu árum og einnig er algengt að fitu sé hellt í fráveitukerfið. En það er ekki bara hjá okkur sem lagnir stíflast af þessum sökum því lagnir heimila gera það líka en enginn vill lenda í því að stífla hjá sér klósettið. A.m.k. tvær sögur hafa borist Veitum um heimlagnir í leikskólum sem hafa stíflast og komið hefur í ljós að þær hafa verið stútfullar af blautklútum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Það er alveg hugsanlegt að við getum lent í svipuðu og önnur lönd hafa þurft að kljást við.“ Ljóst er að blautklútar valda vandræðum og miklum kostnaði í fráveitukerfinu og kostnaður Veitna vegna aðgerða sem ráðast þarf í vegna blautklúta hefur verið metinn á yfir tug milljóna króna á ári. Þá er ótalinn kostnaður annarra fráveitna, en Veitur reka fráveitukerfi fyrir tæplega 40% landsmanna og hreinsa skólp frá 60% þeirra.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna„Sem dæmi má nefna að í einni dælustöð Veitna þurfti að meðaltali að fara tvisvar í viku að losa stíflur úr dælum, sem oftast mátti tengja vöndlum af blautklútum. Þar sem þetta var ekki ásættanlegt voru keyptar nýjar dælur í stöðina en slíkur búnaður kostar sitt. Eins þarf að greiða fyrir urðun á því rusli sem endar í síum hreinsistöðva og er það gjald hærra fyrir sóttmengaðan úrgang, eins og þann sem kemur úr fráveitunni, en annað rusl. Ótalinn er svo kostnaðurinn fyrir umhverfið,“ segir Ólöf. „Mörg sveitarfélög á landinu eru ekki með skólphreinsistöðvar og þá enda blautklútarnir sem hent er í klósettið út í sjó. Hið sama á við þegar stöðva þarf starfsemi í einhverri af dælu- eða hreinsistöðvum Veitna vegna bilana eða viðhalds. Blautklútarnir eru oft úr fínum plasttrefjum og leysast ekki upp og má því búast við að þeir séu í sjónum í mörg ár eða fljóti upp í fjörur.“ Að sögn Ólafar eru stíflur í lagnakerfum vegna fitu sem betur fer ekki algengar, en þó þurfi að losa slíkar nokkrum sinnum á ári. Stíflur vegna blautklúta og annarra óæskilegra efna í dælustöðvum eru algengari. „Við höfum verið í átaki við að upplýsa þjóðina en margir hafa haldið að í lagi sé að henda blautklútum í klósett. Það er ekkert undarlegt þar sem fjöldi framleiðenda merkir þær sem „flushable“ sem þýðir að þeim má sturta niður. Sem er ekki tilfellið,“ segir Ólöf. „Veitur hafa verið að benda sérstaklega á blautklúta og fitu/olíu, sem stærsta stífluvaldinn. Það er allt of mikið magn af bæði fitu og blautþurrkum í kerfinu. Það er samt sem áður vert að benda á að ekkert rusl á heima í fráveitukerfinu, bara líkamlegur úrgangur og klósettpappír. Við segjum stundum að ekkert eigi að fara í klósettið nema það hafi verið borðað áður. Dæmi um hluti sem stundum enda í klósettinu en eiga ekki heima þar eru dömubindi, tíðatappar, bómull, smokkar, eyrnapinnar, tannþráður og hár.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira