Plastið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Veruleg umræða hefur skapast vegna plastnotkunar, umhverfisáhrifa þess og þá núna upp á síðkastið heilsu og líðan einstaklinga. Plastmengun virðist hafa áhrif á nokkuð margvíslegan hátt, plastagnir og þá sérstaklega efni sem eru notuð við framleiðslu eru að hluta eitruð og því ástæða til að hafa áhyggjur. Það eru til möguleikar á að mæla hleðslu slíkra efna í líkamanum, en þær eru flóknar og almennt ekki á færi venjulegra rannsóknarstofa. Helst er verið að nefna þalöt og BPA sem þau efni sem eru talin skaðleg og geta komist í snertingu við líkamann í gegnum húð, með innöndun og einnig inntöku svo leiðirnar eru margar og talið er líklegt að við verðum fyrir samtímaáreiti í raun. Umræðan um áhrif þessara efna er enn að hluta til þess eðlis að erfitt er að staðhæfa nákvæmlega eða magnsetja áhrif og toxísk mörk. Ljóst er að efnin hafa áhrif á efnaskiptakerfi, hormónastarfsemi, hafa áhrif á fóstur og svo framvegis. Nokkrar rannsóknir hafa verið að sýna fram á tengingu við frjósemi karla, sáðfrumuframleiðslu og magn testósteróns. Þessu til viðbótar er talið að áhrif á lifur og starfsemi hennar, bris og þar með insúlín séu einhver og geti haft neikvæð áhrif á þróun sykursýki. Hjarta- og æðasjúkdómar eru einnig nefndir sem og breytingar sem menn hafa séð í heilavef og tengjast minnisstöðvum hans. Erfitt er eins og kom fram að tengja saman öll púslin og má segja að rannsóknir á þessu sviði séu enn aðeins of skammt á veg komnar til að fullyrða nákvæmlega um orsakasamhengi og öryggismörk sem er mikilvægt í umræðu sem þessari. Hagsmunatengsl eru augljós og plast er allt um kring í okkar daglega lífi og neyslumynstri. Það þarf hins vegar ekki að horfa langt til að átta sig á því að við erum þegar búin að valda töluverðum skaða á umhverfinu í kringum okkur og þá líklega heilsu okkar í leiðinni þó það sé ekki eins sjáanlegt. Mikilvægt verður að fylgjast með framleiðslu og innihaldi í tengslum við plastiðnað og að reyna eftir fremsta megni að skýra orsakasamhengi. Ef þau verða augljós þá er engin önnur leið en að reyna að finna aðrar nálganir en plast og plastefni eða íblöndunarefni þeirra. Grænni leiðir verða lykilatriði hér og að breyta notkun plastefna almennt en ekki síst fyrir heilsu okkar og líðan. Mest vitum við eins og fram kom um þau efni sem notuð eru í iðnaði, míkróplast er svo önnur umræða þar sem litlar agnir safnast saman og geta með þeim hætti haft áhrif á líkamann með ýmsum hætti. Míkróplast er aðskotahlutur í líkamanum og sem slíkur veldur það bólgusvari og ónæmiskerfið bregst við því. Þá dregur plast að sér ýmis efni og getur bundið þau, efni sem geta verið skaðleg eða eitruð fyrir líkamann líkt og kvikasilfur, díoxín og önnur efni sem við vitum í dag að eru krabbameinsvaldandi. Það er því að mörgu að huga en í dag er líklega besta leiðin, sem einstaklingar geta farið til að verja sig, að vera meðvitaður um þetta og breyta neyslumynstri sínu.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar