Brjóstamyndir Blöndals opinberaðar á morgun Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2019 12:15 Blaðamenn Vísis fóru í heimsókn í Seðlabankann í gær en sáu engar brjóstamyndir. Þeim er haldið bak við luktar dyr. En, listaverkaeign bankans er að sönnu tilkomumikil. visir/vilhelm Seðlabankamenn búast við fjölmenni á Safnanótt, sem er á morgun, en bankinn mun sýna hluta listaverkeignar sinnar, meðal annars umdeildar myndir eftir Gunnlaug Blöndal. Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, hafa nokkrir hópar sett sig í samband við bankann, spurst fyrir um hvenær sýningin opni og hafa boðað komu sína. Það má því búast við óvenjulega miklu fjöri á eins og einni listasýningu. Stefán Jóhann tók á móti blaðamanni og ljósmyndara Vísis í gær og gafst þeim kostur á að skoða hluta listaverkasafns Seðlabankans. Sem að sönnu er tilkomumikið. Stefán Jóhann hélt hins vegar spilunum hvað varðar hinar þekktu myndir þétt að sér. Þær á ekki að sýna opinberlega fyrr en á sýningunni. Seðlabankinn ætlar að nýta hina óvæntu athygli, þennan storm sem byr í seglin og í jákvæðar áttir. Stefán Jóhann segist hafa fengið hraðnámskeið í listasögu vegna málsins. Eftirlæti borgarastéttarinnar óvænt umdeildur Listaverkaeign Seðlabankans komst óvænt í sviðsljósið þegar spurðist að tvö verk í eigu hans, eftir hinn virta Gunnlaug Blöndal, hefðu verið tekin niður af veggjum þar vegna þess að þau fóru fyrir brjóstið á ónefndum starfsmanni eða starfsmönnum bankans. Um er að ræða módelteikningar; málverk af berbrjósta konum en Gunnlaugur er einmitt, meðal annars, þekktur fyrir slíkar myndir. Stefán Jóhann leiddi blaðamenn Vísis um húsakynni Seðlabankans. Í sýningarsal er verið að hengja upp verk í eigu bankans en á ljósmyndinni má sjá verk eftir Svavar Guðnason og Jóhann Briem.visir/vilhelm Seðlabankinn kallaði eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu sem taldi að verkin gætu stangast á við jafnréttisstefnu bankans. Ljóst er að mörgum ofbauð þetta ráðslag, meðal annars Bandalagi íslenskra listamanna, þá til dæmis á þeim forsendum að listin væri hætt að þjóna tilgangi sínum ef setja ætti á hana bönd. Að það ætti að „ritskoða“ Gunnlaug Blöndal, eftirlæti borgarastéttarinnar í áratugi, var talið undirstrika fáránleika málsins; ef útgangspunkturinn á að vera upplifun þess sem helst lætur koma sér úr jafnvægi, þá stendur fátt eitt eftir. List er ekki bara uppá punt, eða til skrauts, vildu margir listamenn meina. Ekkert siðleysi í verkum Blöndals „Ég held líka að við höfum gott af því að taka þessa umræðu og læra að horfa á myndlist. Okkur má þykja ýmislegt um listaverk, þannig á það að vera. Myndlistin þarf að fá þetta óritskoðaða rými, sem á þó sín mörk, en það er ekkert ósæmilegt við myndir Gunnlaugs Blöndals, þar er ekkert siðleysi í gangi,“ segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, en hún hefur einmitt ritað bók um listamanninn. Sigurður safnstjóri sýnir einstaka gullmynt sem skorin var af einkaaðilum og bankinn fékk svo til eignar. Aðeins voru skornir tveir slíkir peningar og er verðmæti myntarinnar mikið, 2,4 milljónir og telst hluti af gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm Seðlabankamenn eru áfram um að gera gott úr málinu. Þeir líta á þetta sem tækifæri til að vekja athygli á listaverkunum. Fagna þannig athyglinni öðrum þræði. Á sýningu SÍ á Safnanótt eru um 20 málverk eftir íslenska myndlistarmenn. Þá eru einnig til sýnis höggmyndir í anddyri bankans og listaverkagarðinum. Seðlabanki Íslands á 320 málverk. Þetta eru verk af ýmsum toga sem bankinn hefur eignast frá upphafi. Málverk Seðlabanka Íslands eru eftir meira en 100 mismunandi listamenn og frá öllum tímabilum íslenskrar listasögu. Gullið í bankanum Í anddyri bankans er áberandi stórt meistaraverk eftir Gunnlaug Scheving en þar tekur Stefán Jóhann á móti Vísismönnum og kynnir þá fyrir safnstjóra bankans, Sigurði Helga Pálmasyni sem var í að koma upp sýningarkössum sem í eru mismunandi peningaseðlar, allt frá upphafi. Seðlarnir eru prentaðir á Englandi og hafa verið lengi. Þar er mikil saga og að sögn Sigurðar Helga er spennandi að fylgjast með allri þeirri miklu breytingu á tækni sem verið hefur í prentun þeirra. Það er umhugsunarefni, í ljósi umræðunnar um listaverk bankans, að nú er tvö þúsund króna seðillinn, en þar er einmitt mynd af þekktasta myndlistarmanni þjóðarinnar, Kjarval, á útleið. Engir nýir seðlar af þeirri tegund verða prentaðir og þeim fargað sem berast bankanum, jafnt og þétt. Þarna getur að líta einstakar bankabækur kvenna en fyrir 1900 máttu konur eiga bankabók en ekki ráðstafa af henni nema fyrir lægi sérstakt leyfi eiginmannsins.visir/vilhelm Sigurður Helgi sýndi blaðamönnum gullmynt og máttu þeir fara í hvíta hanska til að fá að handleika hana. Lítið hlutfall af gjaldeyrisforða Íslands hverju sinni er í formi gulls. „Gulleign bankans var um 64 þúsund únsur í árslok 2018. Gull í gjaldeyrisforða bankans er skráð á markaðsverði í Bandaríkjadölum. Í dag er markaðsvirði únsu af gulli um 1.312 Bandaríkjadalir eða um 157.440 kr. Gulleign bankans er því metin á um 10 miljarða króna,“ útskýrðu Seðlabankamenn. En ein gullstöng verður til sýnis. „Stöngin sem verður til sýnis er 401 únsa eða tæp 12,5 kg, og er ein af 159 stöngum í gullforðanum. Stöngin er metin á um 63 milljónir króna. Gull er mjög þungur málmur og jafn stór stöng úr kopar vegur aðeins um 5,8 kg.“ Það kemur á óvart hversu þungt gullið er þegar það er handleikið. Og það kom blik í auga bankamannanna þegar þeir töluðu um gullið. Bankabækur kvenna Á sýningunni verður einnig hægt að sjá gullpeninginn sem Halldór Laxness hlaut 1955, einn af hápunktum í sögu þjóðarinnar. Hann telst nú hluti mikils myntsafns bankans. Þar verður einnig hægt að sjá ólíka sparibauka og bankabækur sem eiga sér athyglisverða sögu. Stórt Kjarvalsverk er miðlægt í sýningunni sem opnar á morgun, en viðbúið er að brjóstamyndir Gunnlaugs Blöndals muni stela senunni.visir/vilhelm „Hinn 12. janúar árið 1900 undirritaði Kristján níundi, konungur Íslands og Danmerkur, ný lög um fjármál hjóna,“ segir Stefán Jóhann. Þá var opnað fyrir þann möguleika að konur gætu átt bankabækur. Í nýju lögunum var grein sem tók sérstaklega til þess að sömu reglur skyldu gilda um fjárforræði giftra kvenna og ógiftra. Lögin veittu þannig giftum konum stóraukin réttindi, því áður höfðu þær misst mikið af fjárforræði sínu við hjúskap. Í lögunum er ráðstöfunarréttur eiginmannsins yfir sameiginlegum eignum takmörkuð og bundin við samþykki eiginkonunnar. Konur máttu fyrir 1900 eiga bankabók en gátu ekki ráðstafað inneigninni án samþykkis karlsins. Á sýningunni verða einmitt slíkar bankabækur til sýnis. Louisa Matthíasdóttir er einn fremsti listamaður þjóðarinnar og bankinn á þetta glæsilega verk eftir hana.visir/vilhelm Stefán Jóhann segir þetta forvitnilega staðreynd í ljósi þeirrar jafnréttisumræðu sem hefur verið áberandi og kom við sögu í umræðunni um Blöndals-verkin sem voru tekin niður. Lítið verið keypt af listaverkum frá hruni Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur veitti Seðlabankanum ráðgjöf við val á verkum á sýninguna og þegar Vísismenn bar að garði var hún í óða önn við að raða verkum á veggi ásamt starfsmönnum Seðlabankans. Í bankanum, við innganginn, er sérstakur fjölnota salur þar sem vaxtaákvarðanir eru kynntar, en í gær var einmitt einn slíkur dagur. Þessi salur er einnig sýningasalur og voru nokkrar myndir komnar upp. Mesta athygli vekur stórt og glæsilegt Kjarvalsverk en jafnframt voru þar meðal annarra verka myndir eftir Svavar Guðnason, Ásgerði Búadóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Scheving og Louisu Matthíasdóttur. Stórglæsileg verk. Á efstu hæð Seðlabankans er þessi gangur og þar eru portrettmyndir af öllum bankastjórunum. Það var ekki síst í þessu samhengi, að þarna eru stútungskarlar í jakkafötum sem skapa undarlegt mótvægi við módelmálverk Gunnlaugs Blöndals af berbrjósta konum sem nefnt hefur verið sem ástæða fyrir því að ekki þótti vert að hafa verkin uppi á veggjum efstu hæðarinnar.visir/vilhelm Stefán Jóhann sagði grunn safnsins hafa myndast við skilnað Landsbankans og Seðlabankans. Og síðan hafi bankinn eignast verk með kaupum, en opinberum stofnunum ber að styðja við bakið á myndlist með þeim hætti, að festa kaup á myndlist. Hins vegar hafi lítið sem ekkert verið keypt undanfarin tíu ár eða allt frá hruni. Már rólegur vegna umdeildra orða um kjarasamninga Blaðamenn Vísis fengu að skoða húsakynni bankans að hluta, meðal annars skrifstofu Stefáns Jóhanns en hann er einmitt með eitt af sex verkum Gunnlaugs Blöndals þar á vegg, verk frá Snæfellsnesi. Stefán Jóhann segist hafa verið afskaplega ánægður með verkið eða allt þar til einhver listfræðingur hafði sagt honum að það teldist nú ekki eitt af meistaraverkum Blöndals. Þetta Blöndalverk hangir á skrifstofu Stefáns Jóhanns. Honum var tjáð að þetta teldist ekki eitt af meistaraverkum listamannsins en hann er ánægður með myndina.visir/vilhelm Á efstu hæðinni er þröngur gangur þar sem getur að líta málverk af bankastjórum Seðlabankans. Þar rákust blaðamenn á Má Guðmundsson og hann virtist ekki hafa þungar áhyggjur af því, spurður þar og þá, um orð hans sem hafa hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það varð einhver að segja þetta, sagði Már og glottir. Var svo rokinn með kaffibolla í annarri og hagspár í hinni. Þar var einnig Rannveig Sigurðardóttir sem var skipuð aðstoðarseðlabankastjóri í sumar. Hún horfði rannsakandi á blaðamenn og spurði hvort þeir væru í leit að brjóstamyndum? Jú, ekki var hægt að þræta fyrir það en þær var hvergi að finna, ekki í þeim göngum sem blaðamenn voru leiddir um. Rannveig sagði að veggir á sinni skrifstofu væru auðir, verkin hefðu verið tekin niður til að hafa á sýningunni. En, verkin tvö sem öll lætin hafa verið um verða ekki opinberuð fyrr en á morgun. Menning Myndlist Seðlabankinn Vetrarhátíð Tengdar fréttir Heimslist og nýlunda Gunnlaugs Hann var einstakur á sinn hátt, segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, um málarann Gunnlaug Blöndal en nafn hans hefur undanfarið verið á allra vörum. 26. janúar 2019 12:00 Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Seðlabankamenn búast við fjölmenni á Safnanótt, sem er á morgun, en bankinn mun sýna hluta listaverkeignar sinnar, meðal annars umdeildar myndir eftir Gunnlaug Blöndal. Að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, hafa nokkrir hópar sett sig í samband við bankann, spurst fyrir um hvenær sýningin opni og hafa boðað komu sína. Það má því búast við óvenjulega miklu fjöri á eins og einni listasýningu. Stefán Jóhann tók á móti blaðamanni og ljósmyndara Vísis í gær og gafst þeim kostur á að skoða hluta listaverkasafns Seðlabankans. Sem að sönnu er tilkomumikið. Stefán Jóhann hélt hins vegar spilunum hvað varðar hinar þekktu myndir þétt að sér. Þær á ekki að sýna opinberlega fyrr en á sýningunni. Seðlabankinn ætlar að nýta hina óvæntu athygli, þennan storm sem byr í seglin og í jákvæðar áttir. Stefán Jóhann segist hafa fengið hraðnámskeið í listasögu vegna málsins. Eftirlæti borgarastéttarinnar óvænt umdeildur Listaverkaeign Seðlabankans komst óvænt í sviðsljósið þegar spurðist að tvö verk í eigu hans, eftir hinn virta Gunnlaug Blöndal, hefðu verið tekin niður af veggjum þar vegna þess að þau fóru fyrir brjóstið á ónefndum starfsmanni eða starfsmönnum bankans. Um er að ræða módelteikningar; málverk af berbrjósta konum en Gunnlaugur er einmitt, meðal annars, þekktur fyrir slíkar myndir. Stefán Jóhann leiddi blaðamenn Vísis um húsakynni Seðlabankans. Í sýningarsal er verið að hengja upp verk í eigu bankans en á ljósmyndinni má sjá verk eftir Svavar Guðnason og Jóhann Briem.visir/vilhelm Seðlabankinn kallaði eftir ráðgjöf frá Jafnréttisstofu sem taldi að verkin gætu stangast á við jafnréttisstefnu bankans. Ljóst er að mörgum ofbauð þetta ráðslag, meðal annars Bandalagi íslenskra listamanna, þá til dæmis á þeim forsendum að listin væri hætt að þjóna tilgangi sínum ef setja ætti á hana bönd. Að það ætti að „ritskoða“ Gunnlaug Blöndal, eftirlæti borgarastéttarinnar í áratugi, var talið undirstrika fáránleika málsins; ef útgangspunkturinn á að vera upplifun þess sem helst lætur koma sér úr jafnvægi, þá stendur fátt eitt eftir. List er ekki bara uppá punt, eða til skrauts, vildu margir listamenn meina. Ekkert siðleysi í verkum Blöndals „Ég held líka að við höfum gott af því að taka þessa umræðu og læra að horfa á myndlist. Okkur má þykja ýmislegt um listaverk, þannig á það að vera. Myndlistin þarf að fá þetta óritskoðaða rými, sem á þó sín mörk, en það er ekkert ósæmilegt við myndir Gunnlaugs Blöndals, þar er ekkert siðleysi í gangi,“ segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, en hún hefur einmitt ritað bók um listamanninn. Sigurður safnstjóri sýnir einstaka gullmynt sem skorin var af einkaaðilum og bankinn fékk svo til eignar. Aðeins voru skornir tveir slíkir peningar og er verðmæti myntarinnar mikið, 2,4 milljónir og telst hluti af gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar.Vísir/Vilhelm Seðlabankamenn eru áfram um að gera gott úr málinu. Þeir líta á þetta sem tækifæri til að vekja athygli á listaverkunum. Fagna þannig athyglinni öðrum þræði. Á sýningu SÍ á Safnanótt eru um 20 málverk eftir íslenska myndlistarmenn. Þá eru einnig til sýnis höggmyndir í anddyri bankans og listaverkagarðinum. Seðlabanki Íslands á 320 málverk. Þetta eru verk af ýmsum toga sem bankinn hefur eignast frá upphafi. Málverk Seðlabanka Íslands eru eftir meira en 100 mismunandi listamenn og frá öllum tímabilum íslenskrar listasögu. Gullið í bankanum Í anddyri bankans er áberandi stórt meistaraverk eftir Gunnlaug Scheving en þar tekur Stefán Jóhann á móti Vísismönnum og kynnir þá fyrir safnstjóra bankans, Sigurði Helga Pálmasyni sem var í að koma upp sýningarkössum sem í eru mismunandi peningaseðlar, allt frá upphafi. Seðlarnir eru prentaðir á Englandi og hafa verið lengi. Þar er mikil saga og að sögn Sigurðar Helga er spennandi að fylgjast með allri þeirri miklu breytingu á tækni sem verið hefur í prentun þeirra. Það er umhugsunarefni, í ljósi umræðunnar um listaverk bankans, að nú er tvö þúsund króna seðillinn, en þar er einmitt mynd af þekktasta myndlistarmanni þjóðarinnar, Kjarval, á útleið. Engir nýir seðlar af þeirri tegund verða prentaðir og þeim fargað sem berast bankanum, jafnt og þétt. Þarna getur að líta einstakar bankabækur kvenna en fyrir 1900 máttu konur eiga bankabók en ekki ráðstafa af henni nema fyrir lægi sérstakt leyfi eiginmannsins.visir/vilhelm Sigurður Helgi sýndi blaðamönnum gullmynt og máttu þeir fara í hvíta hanska til að fá að handleika hana. Lítið hlutfall af gjaldeyrisforða Íslands hverju sinni er í formi gulls. „Gulleign bankans var um 64 þúsund únsur í árslok 2018. Gull í gjaldeyrisforða bankans er skráð á markaðsverði í Bandaríkjadölum. Í dag er markaðsvirði únsu af gulli um 1.312 Bandaríkjadalir eða um 157.440 kr. Gulleign bankans er því metin á um 10 miljarða króna,“ útskýrðu Seðlabankamenn. En ein gullstöng verður til sýnis. „Stöngin sem verður til sýnis er 401 únsa eða tæp 12,5 kg, og er ein af 159 stöngum í gullforðanum. Stöngin er metin á um 63 milljónir króna. Gull er mjög þungur málmur og jafn stór stöng úr kopar vegur aðeins um 5,8 kg.“ Það kemur á óvart hversu þungt gullið er þegar það er handleikið. Og það kom blik í auga bankamannanna þegar þeir töluðu um gullið. Bankabækur kvenna Á sýningunni verður einnig hægt að sjá gullpeninginn sem Halldór Laxness hlaut 1955, einn af hápunktum í sögu þjóðarinnar. Hann telst nú hluti mikils myntsafns bankans. Þar verður einnig hægt að sjá ólíka sparibauka og bankabækur sem eiga sér athyglisverða sögu. Stórt Kjarvalsverk er miðlægt í sýningunni sem opnar á morgun, en viðbúið er að brjóstamyndir Gunnlaugs Blöndals muni stela senunni.visir/vilhelm „Hinn 12. janúar árið 1900 undirritaði Kristján níundi, konungur Íslands og Danmerkur, ný lög um fjármál hjóna,“ segir Stefán Jóhann. Þá var opnað fyrir þann möguleika að konur gætu átt bankabækur. Í nýju lögunum var grein sem tók sérstaklega til þess að sömu reglur skyldu gilda um fjárforræði giftra kvenna og ógiftra. Lögin veittu þannig giftum konum stóraukin réttindi, því áður höfðu þær misst mikið af fjárforræði sínu við hjúskap. Í lögunum er ráðstöfunarréttur eiginmannsins yfir sameiginlegum eignum takmörkuð og bundin við samþykki eiginkonunnar. Konur máttu fyrir 1900 eiga bankabók en gátu ekki ráðstafað inneigninni án samþykkis karlsins. Á sýningunni verða einmitt slíkar bankabækur til sýnis. Louisa Matthíasdóttir er einn fremsti listamaður þjóðarinnar og bankinn á þetta glæsilega verk eftir hana.visir/vilhelm Stefán Jóhann segir þetta forvitnilega staðreynd í ljósi þeirrar jafnréttisumræðu sem hefur verið áberandi og kom við sögu í umræðunni um Blöndals-verkin sem voru tekin niður. Lítið verið keypt af listaverkum frá hruni Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur veitti Seðlabankanum ráðgjöf við val á verkum á sýninguna og þegar Vísismenn bar að garði var hún í óða önn við að raða verkum á veggi ásamt starfsmönnum Seðlabankans. Í bankanum, við innganginn, er sérstakur fjölnota salur þar sem vaxtaákvarðanir eru kynntar, en í gær var einmitt einn slíkur dagur. Þessi salur er einnig sýningasalur og voru nokkrar myndir komnar upp. Mesta athygli vekur stórt og glæsilegt Kjarvalsverk en jafnframt voru þar meðal annarra verka myndir eftir Svavar Guðnason, Ásgerði Búadóttur, Júlíönu Sveinsdóttur, Gunnlaug Scheving og Louisu Matthíasdóttur. Stórglæsileg verk. Á efstu hæð Seðlabankans er þessi gangur og þar eru portrettmyndir af öllum bankastjórunum. Það var ekki síst í þessu samhengi, að þarna eru stútungskarlar í jakkafötum sem skapa undarlegt mótvægi við módelmálverk Gunnlaugs Blöndals af berbrjósta konum sem nefnt hefur verið sem ástæða fyrir því að ekki þótti vert að hafa verkin uppi á veggjum efstu hæðarinnar.visir/vilhelm Stefán Jóhann sagði grunn safnsins hafa myndast við skilnað Landsbankans og Seðlabankans. Og síðan hafi bankinn eignast verk með kaupum, en opinberum stofnunum ber að styðja við bakið á myndlist með þeim hætti, að festa kaup á myndlist. Hins vegar hafi lítið sem ekkert verið keypt undanfarin tíu ár eða allt frá hruni. Már rólegur vegna umdeildra orða um kjarasamninga Blaðamenn Vísis fengu að skoða húsakynni bankans að hluta, meðal annars skrifstofu Stefáns Jóhanns en hann er einmitt með eitt af sex verkum Gunnlaugs Blöndals þar á vegg, verk frá Snæfellsnesi. Stefán Jóhann segist hafa verið afskaplega ánægður með verkið eða allt þar til einhver listfræðingur hafði sagt honum að það teldist nú ekki eitt af meistaraverkum Blöndals. Þetta Blöndalverk hangir á skrifstofu Stefáns Jóhanns. Honum var tjáð að þetta teldist ekki eitt af meistaraverkum listamannsins en hann er ánægður með myndina.visir/vilhelm Á efstu hæðinni er þröngur gangur þar sem getur að líta málverk af bankastjórum Seðlabankans. Þar rákust blaðamenn á Má Guðmundsson og hann virtist ekki hafa þungar áhyggjur af því, spurður þar og þá, um orð hans sem hafa hleypt illu blóði í verkalýðshreyfinguna. Það varð einhver að segja þetta, sagði Már og glottir. Var svo rokinn með kaffibolla í annarri og hagspár í hinni. Þar var einnig Rannveig Sigurðardóttir sem var skipuð aðstoðarseðlabankastjóri í sumar. Hún horfði rannsakandi á blaðamenn og spurði hvort þeir væru í leit að brjóstamyndum? Jú, ekki var hægt að þræta fyrir það en þær var hvergi að finna, ekki í þeim göngum sem blaðamenn voru leiddir um. Rannveig sagði að veggir á sinni skrifstofu væru auðir, verkin hefðu verið tekin niður til að hafa á sýningunni. En, verkin tvö sem öll lætin hafa verið um verða ekki opinberuð fyrr en á morgun.
Menning Myndlist Seðlabankinn Vetrarhátíð Tengdar fréttir Heimslist og nýlunda Gunnlaugs Hann var einstakur á sinn hátt, segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, um málarann Gunnlaug Blöndal en nafn hans hefur undanfarið verið á allra vörum. 26. janúar 2019 12:00 Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13 Seðlabankinn á 320 málverk Bankinn á alls sex málverk eftir Gunnlaug Blöndal. 22. janúar 2019 13:00 Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Heimslist og nýlunda Gunnlaugs Hann var einstakur á sinn hátt, segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, um málarann Gunnlaug Blöndal en nafn hans hefur undanfarið verið á allra vörum. 26. janúar 2019 12:00
Blöndalsverkið í Opinberun Hannesar Málverk eftir Gunnlaug Blöndal eru heldur betur komin á dagskrá. 23. janúar 2019 09:40
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Seðlabankinn á átta verk eftir Rósu Ingólfs Bókfært virði skráð 100 milljónir á tilkomumiklu listaverkasafni Seðlabankans. 24. janúar 2019 08:13
Seðlabankinn einn leitað eftir listfræðilegri leiðsögn Jafnréttisstofu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir listrænt frelsi grundvallaratriði. 22. janúar 2019 15:42