Bílastæðin fyrir framan verk Gerðar á Tollhúsinu fá að fjúka Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 20:43 Mósaíkmyndin á Tollhúsinu við Tryggvagötu er líklegast þekktasta verk Gerðar Helgadóttur en það var afhjúpað í septembermánuði 1973. Fréttablaðið/pjetur Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði. Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðast í endurhönnun á Naustinni og hluta Tryggvagötu, frá Pósthússtræti að Grófinni. Breytingarnar fela meðal annars í sér að bílastæðin fyrir framan mósaíkverk listakonunnar Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu verði látin víkja. Í bókun meirihlutans í nefndinni segir að fyrir framan verk Gerðar sé „sólríkt svæði sem [muni] nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla.“ Mósaíkmyndin er líklegast þekktasta verk Gerðar en það var afhjúpað í septembermánuði 1973.1.100 stæða bílakjallari Fulltrúar meirihlutans – þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírati, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson, bæði Samfylkingu og Gunnlaugur Bragi Björnsson, Viðreisn – segja það vera fagnaðarefni að áfram verði haldið með endurhönnun Tryggvagötu. „Endurhönnunin skapar betra borgarrými með breiðari gangstéttum og upphækkuðum gatnamótum. Norðan Tryggvagötu, við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur, er sólríkt svæði sem mun nýtast til útiveru fyrir fólk í stað bíla. Því skal einnig haldið til haga að við hlið Tollhússins, undir Hafnartorgi, opnar innan skamms bílakjallari með 1.100 bílastæðum auk þess sem áfram verða bílastæði í götukanti sunnan Tryggvagötu. Bílastæðum í miðborginni er því áfram að fjölga en ekki fækka líkt og oft er haldið fram,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans í ráðinu.Við samþykktum í skipulags- og samgönguráði að ráðast í endurhönnun Tryggvagötu. Bílastæðin við listaverk Gerðar Helgadóttur verða fjarlægð og þar gert pláss fyrir fólk og skemmtilegt borgarrými.#aðforin#betriborgpic.twitter.com/L6pQk1Dpek — Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) February 7, 2019Miðflokksmenn leggjast gegn breytingunum Fulltrúi Miðflokksins, Baldur Borgþórsson, segir Miðflokkinn leggjast gegn fækkun bílastæða við Tollhúsið í Tryggvagötu við núverandi aðstæður. „Um er að ræða þjónustu sem er mikið sótt af borgurum jafnt sem fyrirtækjum og mun útrýming bílastæða við húsið valda miklu ónæði fyrir viðskiptavini Tollstjóraembættisins. Fari svo að Tollstjóraembættið flytji annað, eða sambærilegur kostur hvað varðar aðgengi viðskiptavina er tilbúinn til notkunar er sjálfsagt að endurskoða málið,“ segir í bókun fulltrúa Miðflokksins.Góð upplýsingagjöf Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu nefna í sinni bókun að áherslu skuli lögð á góða upplýsingagjöf og hvetja umhverfis- og skipulagssvið til að kynna sérstaklega þau bílastæðahús sem aðgengileg séu viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum þeim sem sækja miðborgina heim. Undir þetta rita þau Hildur Björnsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og samgönguráði.
Borgarstjórn Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira