Innlent

Stormur suðaustanlands í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Það verður hvasst í dag.
Það verður hvasst í dag. Vísir/vilhelm
Allhvöss norðanátt er í kortunum í dag en búist er við stormi suðaustantil á landinu. Þurrt og bjart verður sunnan heiða en annars snjókoma eða él, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig. Á morgun er svo gert ráð fyrir heldur hægari vindi og búist er við að lægi á sunnudag. Þá verður víða léttskýjað og talsvert frost.

Strax á mánudag gengur í með vaxandi suðaustanátt. Þá verður slydda eða snjókoma og síðar rigning en úrkomulítið norðaustanlands. Veður fer hlýnandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:

Norðaustan 10-18 m/s og él, en þurrt og bjart veður á S- og SV-landi. Dregur úr vindi um kvöldið. Frost 0 til 8 stig. 

Á sunnudag:

Hæg N-læg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en skýjað NA-lands. Talsvert frost. 

Á mánudag:

Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en þurrt að kalla NA-lands. Hlýnandi veður. 

Á þriðjudag og miðvikudag:

Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, hiti 0 til 5 stig. 

Á fimmtudag:

Suðlæg átt og él S- og V-lands, hiti nálægt frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×