Sögulegur fangelsisdómur yfir farandþjófi staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2019 16:12 Frá Fáskrúðsfirði, einum af viðkomustað þjófsins um landið. Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans. Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Pólskur karlmaður, Kamil Piotr Wyszpolski, sem brotist hefur inn í hús austanlands sem vestan hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þrjú innbrot á Austfjörðum sumarið 2018 auk fleiri brota. Wyszpolski var í félagi við föður sinn á Austfjörðum síðastliðið sumar. Eitt innbrotið heppnaðist ekki en lauk með því að Wyszpolski kýldi húsráðanda áður en hann flúði af vettvangi. Wyszpolski virðist stunda það að fara inn í ólæst hús og stela því sem virði þykir. Voru íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum síðastliðið sumar og hjálpast að við nágrannavörslu.Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða dóm úr Héraðsdómi Suðurlands frá því í september og má segja dóminn sögulegan. Hann hefur nú hlotið dóm í átta löndum fyrir afbrot frá árinu 2008. Hefur hann verið dæmdur í Noregi, Austurríki, Þýskalandi, Danmörku, Lúxemborg, Svíþjóð, Póllandi og nú Íslandi. Innbrot mannsins á Íslandi síðastliðið sumar vöktu þónokkra athygli og fóru sérstaklega ekki fram hjá íbúum á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Var það 26. júní sem íbúi á Fáskrúðsfirði kom að öðrum mannanna í íbúð sinni. Kýldi Wyszpolski íbúann í kvðinn og flúði í framhaldinu á bíl með föður sínum á ofsaferð. Brot mannsins eru af alls kyns toga. Þjófnaður í flestum tilfellum en einnig fíkniefnalagabrot, eignaspjöll og umferðarlagabrot. Wyszpolski játaði brot sín en áfrýjaði dómnum þar sem hann vildi freysta þess að fá mildari dóm og meiri frádrátt á gæsluvarðhaldi. Staðfesti Landsréttur dóminn að öðru leyti en því að gæsluvarðhald samfleytt frá 31. ágúst skuli draga frá refsingu hans.
Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15 Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Kýldi húsráðanda í kviðinn og flúði lögreglu á ofsahraða Eftirförin endaði með því að bíll innbrotsþjófsins endaði utan vegar. Tveir voru handteknir. 26. júní 2018 21:15
Grunaðir þjófar úrskurðaðir í gæsluvarðhald Mennirnir tveir voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að þeir reyndu að flýja lögreglu á ofsaferð. 27. júní 2018 17:16