SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 17:46 Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Hópur þeirra sést hér ásamt Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu. Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu sem SA birtu á vefsíðu sinni nú síðdegis eru aðildarfyrirtæki samtakanna hvött til að skipta aðeins við starfsmannaleigur sem þau bera fullt traust til. Óverjandi sé að fyrirtæki skipti við starfsmannaleigur „sem ítrekað hafa orðið uppvísar að brotum á starfsmönnum,“ eins og segir í yfirlýsingu SA. Þar segir jafnframt að þau mál sem komið hafi upp undanfarin misseri, og varði starfsmannaleigur sem ekki eigi aðild að SA séu til fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggi sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga: „Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við starfsmannaleigur sem aðild eiga að SA unnið að því að skapa trausta umgjörð um starfsemi starfsmannaleiga. Innleidd var samábyrgð verktaka á launum starfsmanna starfsmannaleiga og undirritað samkomulag milli SA og ASÍ í apríl 2018 sem ætlað er að auka traust til starfsemi starfsmannaleiga og tryggja réttindi starfsmanna þeirra. Þau mál sem komið hafa upp undanfarin misseri, og varða starfsmannaleigur sem ekki eiga aðild að SA, eru til þess fallin að skapa tortryggni gagnvart öllum starfsmannaleigum, einnig þeim sem leggja sig fram um að fylgja að öllu leyti reglum laga og kjarasamninga. Því er mikilvægt að innleiða sem fyrst þá vottun sem gert er ráð fyrir í samkomulagi SA og ASÍ um starfsmannaleigur og mun auðvelda fyrirtækjum að beina viðskiptum sínum til traustra starfsmannaleiga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00