Íslenski boltinn

Guðni kjörinn með yfirburðum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðni fagnar sigri í dag.
Guðni fagnar sigri í dag. Vísir/Daníel
Guðni Bergsson endurnýjaði í dag umboð sitt sem formaður KSÍ á ársþingi sambandsins. Hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í formannskjöri KSÍ en Geir er fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri sambandsins.

Guðni hafði mikla yfirburði í kjörinu og hlaut 119 atkvæði af 147 mögulegum. Geir hlaut 26 atkvæði. Tveir atkvæðisseðlar voru auðir.

Guðni tók við formennsku í KSÍ á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum, eftir baráttu við Björn Einarsson, formann Víkings Reykjavíkur. Þá hafði Geir ákveðið að stíga til hliðar eftir tíu ár sem formaður KSÍ og 25 ára starf fyrir sambandið.

Geir ákvað svo að bjóða sig fram til formanns á nýjan leik en hann sagði að eftir hlé sitt fengið nýja sýn á íslenska knattspyrnu, sem hann kynnti í framboðsræðu sinni í dag. Þar útskýrði hann hugmyndir sínar um deildarsamtök félaganna - samtök sem yrðu með eigin skrifstofu og stjórn.

Guðni boðaði í framboðsræðu sinni að hann myndi áfram sinna þeim málefnum sem hann hefur unnið að síðan hann var kjörinn formaður, svo sem stefnumótun sambandsins og rekstur skrifstofunnar.

Nánar má lesa um framboðsræður Guðna og Geirs, sem og hin ýmsu málefni sem tekin voru fyrir á ársþingi KSÍ, í beinni textalýsingu blaðamanns frá þinginu sem má finna í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Í beinni: Ársþing KSÍ

Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×