Innlent

Kólnar enn frekar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fólk ætti að klæða sig vel næstu daga.
Fólk ætti að klæða sig vel næstu daga. Vísir/Vilhelm
Íslendingar mega áfram gera ráð fyrir frosti á landinu ef marka má spákort Veðurstofunnar. Fátt bendir til að það hlýni næstunni, þvert á móti má áætla að frostið muni aukast þegar nær dregur helgi.

Þannig verður köld norðanátt í dag, víða 8 til 13 m/s og él á norðanverðu landinu. Það er þó gert ráð fyrir að það verði léttskýjað sunnan heiða, hins vegar gæti örlað á stöku él allra syðst á landinu fram eftir degi. Frostið verður á bilinu 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum

Veðurstofan býst við svipuðu veðri á morgun, snjókomu eða él fyrir norðan en að það verði léttskýjað sunnanlands og kalt áfram.

Norðanáttin mun síðan ganga niður á föstudag, fyrst vestantil á landinu. Veðurstofan áætlar að það muni verða til þess að herða frostið enn frekar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Norðanátt, víða 8-13 m/s. Él N-til á landinu, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 12 stig.

Á föstudag:

Minnkandi norðanátt og él N-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Herðir á frosti.

Á laugardag:

Hæg sunnanátt og bjartviðri, en él syðst. Talsvert frost. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu S-til um kvöldið og dregur úr frosti.

Á sunnudag:

Suðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða él, en styttir víða upp þegar líður á daginn. Frost 0 til 8 stig.

Á mánudag:

Suðaustanátt og víða léttskýjað, en skýjað SV-lands. Frost 0 til 12 stig, kaldast á N- og A-landi.

Á þriðjudag:

Austanátt og slydda eða snjókoma, en þurrt um landið N-vert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×