Hafa væntingar um minni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 13:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun. VÍSIR/STEFÁN Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans. Íslenska krónan Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans.
Íslenska krónan Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira