Hafa væntingar um minni verðbólgu Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. janúar 2019 13:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðustu könnun. VÍSIR/STEFÁN Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans. Íslenska krónan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Verðbólguvæntingar markaðsaðila bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá október síðastliðnum. Markaðsaðilar vænta þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist svo í 3,7% og haldist þar út árið. Seðlabankinn kannaði væntingar markaðsaðila 21.-23. janúar. Leitað var til 28 fyrirtækja á skuldabréfamarkaði, þ.e. banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlara og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svarhlutfall var 75 prósent. Niðurstöður gefa til kynna að verðbólguvæntingar bæði til skamms og langs tíma hafi lækkað frá síðustu könnun í október. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,6% á fyrsta ársfjórðungi í ár, aukist í 3,7% á öðrum fjórðungi og haldist þar út árið. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3,5% eftir eitt ár og 3% eftir tvö ár. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Baldur HrafnkellJón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka segir að tengsl væntinga og verðbólgu séu sterk. „Verðbólguvæntingar, bæði þær sem eru sóttar með könnunum og eins þær sem birtast á markaði, eru taldar leika býsna stórt hlutverk í því hvernig verðbólgan þróast í kjölfarið. Samhengið er þannig að þær væntingar sem seljendur vöru og þjónustu hafa og neytendur og almenningur hefur áhrif á annars vegar hvort að seljendur vöru og þjónustu hafi í hyggju að hækka verð sitt og eins hvort að launþegar og þeir sem verðleggja sína þjónustu vilja sækja meira fé til þess að hafa efni á dýrari hlutum í framtíðinni eða ekki. Það er því vissulega fagnaðarefni að væntingarnar séu að lækka,“ segir Jón Bjarki. Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir í 4,5% á fyrsta ársfjórðungi í ár, en hækki um 0,25 prósentur á öðrum ársfjórðungi í 4,75%. Fjórðungur svarenda í könnuninni taldi taumhald peningastefnunnar vera of laust um þessar mundir sem er lægra hlutfall en í síðusu könnun. Um 57% svarenda töldu taumhaldið hæfilegt samanborið við 48% í síðustu könnun. Hlutfall þeirra sem töldu taumhaldið of þétt eða alltof þétt mælist 19% og hækkaði úr 12% í októberkönnun Seðlabankans.
Íslenska krónan Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira