Kjarabarátta háskólanema Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir. skrifar 30. janúar 2019 17:15 Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skóla - og menntamál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Könnun sem gerð var í einum af stærstu háskólum landsins sýnir að tæp 70 prósent háskólanema á Íslandi vinna með námi. Kennarar í þessum sama háskóla halda því jafnframt fram að of mikil vinna hafi neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda og þar af leiðandi námsframvindu þeirra. Flestir háskólanemar hafa hins vegar ekkert val. Þeir verða að vinna til að sjá fyrir sér og sínum, enda mikill minnihluti svo vel settur að eiga foreldra sem geta stutt við þá fjárhagslega á meðan á námi stendur. Meginþorri háskólanema er á almennum leigumarkaði og þarf að reka heimili með öllum þeim kostnaði sem því tilheyrir. Full framfærsla einhleyps háskólanema í eigin húsnæði miðast við tæplega 193 þúsund krónur á mánuði. Lágmarkslaun eru í dag 300 þúsund krónur, og þykja síst of há. Í upphafsgrein núverandi laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna er því slegið föstu að hlutverk sjóðsins sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til þess að stunda nám án tillits til efnahags. Þetta göfuga markmið hefur verið tilgangur sjóðsins frá stofnun hans, enda stofnaður af verkalýðshreyfingunni og öðrum erindrekum jafnaðarstefnunnar til að tryggja börnum verkafólks og efnalítilla fjölskyldna rétt til að afla sér háskólamenntunar og auka þannig möguleika sína til að bæta kjör sín. Þetta er stundum kennt við félagslegan hreyfanleika, þ.e. möguleika til þess að eignast betra líf, og er einn eftirsóknarverðasti eiginleiki hvers samfélags. Á undanförnum árum hefur þetta meginhlutverk og tilgangur sjóðsins átt undir högg að sækja. Til að mynda hafa hreyfingar háskólanema gagnrýnt harðlega framfærsluviðmið sjóðsins, frítekjumark hans og fyrirkomulag á útborgun lána, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur jafnframt heyrst sívaxandi krafa stúdenta um að sjóðurinn taki breytingum í átt að norrænu styrkjakerfi þar sem hluti láns fellur niður við námslok, eins og er við lýði í þeim nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er full ástæða til að taka undir kjarabaráttu háskólanema og hvetja stjórnvöld til að leggja áherslu á að hækka framfærsluviðmið LÍN, þannig að það nálgist raunverulegan framfærslukostnað, um leið og frítekjumark háskólanema verði hækkað þannig að sumarvinna nemenda lækki ekki framfærslu þeirra – og neyði þá til að vinna enn meira með háskólanámi yfir veturinn, með þeim mótsagnakenndu afleiðingum að þeir fái enn lægri lán, og þurfi þar af leiðandi að vinna jafnvel enn meira með námi. Við þurfum að losa háskólanema úr þessum vítahring og gera þeim kleift að lifa af framfærslulánunum, svo þeir geti sinnt náminu og lokið því á skikkanlegum tíma. Þá er eðlilegt að heildarendurskoðun laga um LÍN færi okkur nær styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, án þess að því verði velt yfir í hærri vaxtaprósentu lánanna, og að hluti námslána verði felldur niður að námstíma loknum. Háskólanám á ekki að vera forréttindi, við eigum öll að hafa þann möguleika að bæta kjör okkar með því að sækja okkur meiri menntun. Hátt menntastig þjóðarinnar skilar sér í hagvexti fyrir alla, enda eru háskólarnir okkar gangvirki nýsköpunar atvinnulífsins. Samfylkingin styður háskólanema í kjarabaráttu þeirra og hvetur stjórnvöld til að standa vörð um það hlutverk LÍN að tryggja að allir geti stundað háskólanám án tillits til efnahags.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar