Erlent

Láku gögnum úr rannsókn Muellers

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins árið 2017.
Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins árið 2017. Vísir/Getty
Meira en eitt þúsund skjölum og gögnum úr rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 var lekið á netið frá Rússlandi. Gögnunum hafði áður verið deilt með lögmönnum rússneskra ríkisborgara.

Þetta kemur fram í dómsskjölum sem lögmenn á vegum Muellers lögðu fyrir dómara í máli Muellers gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur.

Lögmenn rússnesku einstaklinganna höfðu sem fyrr segir fengið aðgang að skjölunum sem dúkkuðu síðar upp á skráardeilingarvefsíðu. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja að skjölunum hafi verið hlaðið inn á síðuna frá tölvu sem tengdist netinu í gegnum rússneska IP-tölu.

Sjá einnig:Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg

Í dómsskjölunum kemur fram að gögnin sem hlaðið var upp á síðunni beri sömu nöfn og megi finna í sömu möppum og í gagnagrunni rannsóknarteymis Mueller. Ekkert bendir þó til þess að tölvuhakkarar hafi hakkað sig inn í gagnagrunninn, því séu allar líkur á því að einhver þeirra sem fékk aðgang að upplýsingunum í málinu gegn rússnesku hökkurunum hafi dreift þeim á netið.

Lögmenn Muellers fara fram á það að lögmenn Concord Management and Consulting fái ekki aðgang „viðkvæmum“ skjölum sem tengjast rannsókninni því ekki sé hægt að treysta því að þeim verði ekki lekið.


Tengdar fréttir

Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa

Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×