Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 18:45 Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís. Neytendur Rafrettur Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís.
Neytendur Rafrettur Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira