Haukur: Þetta er bara handbolti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:48 Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29