Innlent

Gul viðvörun ekki lengur í gildi á Suðurlandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Á vef Veðurstofunnar segir að miðja lægðarinnar sjáist nú 160 kílómetra suðaustur af þeim stað sem henni var spáð klukkan 11 í morgun. Því eru mestar líkur á því að veðrið fari að mestu leyti suður og austur fyrir landið.
Á vef Veðurstofunnar segir að miðja lægðarinnar sjáist nú 160 kílómetra suðaustur af þeim stað sem henni var spáð klukkan 11 í morgun. Því eru mestar líkur á því að veðrið fari að mestu leyti suður og austur fyrir landið. vísir/vilhelm
Veðurstofan varar nú ekki lengur við stormi og hríð á Suðurlandi með gulri viðvörun líkt og gert var í morgun.

Á vef Veðurstofunnar segir að miðja lægðarinnar sjáist nú 160 kílómetra suðaustur af þeim stað sem henni var spáð klukkan 11 í morgun. Því eru mestar líkur á því að veðrið fari að mestu leyti suður og austur fyrir landið.

Vegagerðin hefur þannig afturkallað spá sína um hríð og skafrenning suðvestan lands þar sem glögglega megi sjá á ratsjám og tunglmyndum að lægðin stefni til austurs skammt fyrir sunnan land í stað þess að koma inn á Faxaflóa.

Mun hún mögulega hitta á Eyjafjöll og Mýrdal seinni partinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×