Hálfur milljarður hjá Veitum í heitavatnsholu sem skilað hefur litlu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Niðursetning djúpdælu í borholu Veitna á Laugalandi. Mynd/Veitur Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, gerir athugasemdir við fullyrðingar Antons Kára Halldórssonar sveitarstjóra um heitavatnsmál í Rangárvallasýslu. Ólöf hafnar því að það sé ekki kappsmál fyrir Veitur að útvega heitara vatn. „Árið 2017 var yfir 400 milljónum varið til að bora nýja holu að Laugalandi. Því miður varð árangur ekki eins og vonast var til. Undanfarnar vikur hafa verið settar um 100 milljónir í nýjan dælubúnað í þá holu,“ segir Ólöf. Þetta muni auka rekstraröryggi veitunnar. Ekki sé komin reynsla á fyrirkomulagið en vonast sé til að nýta megi nýju holuna sem toppafl er álag er mikið. Frekari rannsóknir standi yfir. „Notendum í Rangárveitum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum og inn komið margir stórir notendur, eins og t.d. hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Það veldur álagi á veituna, sér í lagi þar sem leit að meira heitu vatni hefur ekki skilað nægum árangri þótt mikið hafi verið í lagt,“ segir Ólöf um þá fullyrðingu sveitarstjórans að hitaveitan hafi ekki fylgt taktinum í uppbyggingu á svæðinu og því skorti heitt vatn. Enn fremur hafnar Ólöf því að lagnir séu gamlar. Þær séu frá árinu 2000. Að sögn Ólafar er hækkun reikninga hjá notendum sambærileg við hækkun á öðrum svæðum. Að endingu segir Ólöf að kyndistöð sé ekki starfrækt þar sem vatn kólni ekki eins mikið í lögnum og áður þar sem þær hafi verið endurnýjaðar. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Íbúar í Rangárvallasýslu hafa margir fengið háa bakreikninga fyrir notkun á heitu vatni. Sveitarfélögin segja aukna notkun skýrast af lækkandi hita á heita vatninu og vilja ræða við Veitur um lausnir. 21. janúar 2019 06:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, gerir athugasemdir við fullyrðingar Antons Kára Halldórssonar sveitarstjóra um heitavatnsmál í Rangárvallasýslu. Ólöf hafnar því að það sé ekki kappsmál fyrir Veitur að útvega heitara vatn. „Árið 2017 var yfir 400 milljónum varið til að bora nýja holu að Laugalandi. Því miður varð árangur ekki eins og vonast var til. Undanfarnar vikur hafa verið settar um 100 milljónir í nýjan dælubúnað í þá holu,“ segir Ólöf. Þetta muni auka rekstraröryggi veitunnar. Ekki sé komin reynsla á fyrirkomulagið en vonast sé til að nýta megi nýju holuna sem toppafl er álag er mikið. Frekari rannsóknir standi yfir. „Notendum í Rangárveitum hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum og inn komið margir stórir notendur, eins og t.d. hótel og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Það veldur álagi á veituna, sér í lagi þar sem leit að meira heitu vatni hefur ekki skilað nægum árangri þótt mikið hafi verið í lagt,“ segir Ólöf um þá fullyrðingu sveitarstjórans að hitaveitan hafi ekki fylgt taktinum í uppbyggingu á svæðinu og því skorti heitt vatn. Enn fremur hafnar Ólöf því að lagnir séu gamlar. Þær séu frá árinu 2000. Að sögn Ólafar er hækkun reikninga hjá notendum sambærileg við hækkun á öðrum svæðum. Að endingu segir Ólöf að kyndistöð sé ekki starfrækt þar sem vatn kólni ekki eins mikið í lögnum og áður þar sem þær hafi verið endurnýjaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Tengdar fréttir Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Íbúar í Rangárvallasýslu hafa margir fengið háa bakreikninga fyrir notkun á heitu vatni. Sveitarfélögin segja aukna notkun skýrast af lækkandi hita á heita vatninu og vilja ræða við Veitur um lausnir. 21. janúar 2019 06:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Íbúar í Rangárvallasýslu hafa margir fengið háa bakreikninga fyrir notkun á heitu vatni. Sveitarfélögin segja aukna notkun skýrast af lækkandi hita á heita vatninu og vilja ræða við Veitur um lausnir. 21. janúar 2019 06:45