Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:15 Emiliano Sala og Ken Choo við undirritun samningsins. Mynd/Twitter/@CardiffCityFC Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. Tveggja manna flugvél með Emiliano Sala og flugmanni hvarf í gærkvöldi á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Hún hefur ekki enn fundist og er talin af. Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Ken Choo, framkvæmdastjóri Cardiff City, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa hræðilega máls.Cardiff’s Executive Director Ken Choo has released a statement on Emiliano Sala. Latest: https://t.co/HbV8bVtJlMpic.twitter.com/TfVf26UcdM — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2019„Það var mikið áfall fyrir okkur að heyra af því að flugvélin hefði horfið. Okkar fyrsta verk var að taka ákvörðunin um að fresta æfingu liðsins í dag og vorum þar að hugsa um okkar leikmenn, starfsmenn félagsins, allan klúbbinn auk Emiliano og flugmannsins,“ skrifaði Ken Choo.Statement from Cardiff CEO Ken Choo: "We were very shocked upon hearing the news that the plane had gone missing. We expected Emiliano to arrive last night and today was to be his first day with the team."https://t.co/OjpraFLes2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 22, 2019 „Við bjuggumst við Emiliano í gærkvöldi og hans fyrsta æfing með liðinu átti að vera í dag. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ bætti hann við. „Það sást á andliti hans hversu ánægður hann var að skrifa undir hjá Cardiff. Þetta leit út fyrir að vera einn af hans bestu dögum. Við erum mjög leið yfir þessu en viljum þakka fyrir allan stuðninginn,“ skrifaði Ken Choo en hér fyrir neðan má sjá þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður Cardiff City.@EmilianoSala1: "I can’t wait to start training, meet my new teammates and get down to work."https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. Tveggja manna flugvél með Emiliano Sala og flugmanni hvarf í gærkvöldi á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Hún hefur ekki enn fundist og er talin af. Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Ken Choo, framkvæmdastjóri Cardiff City, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa hræðilega máls.Cardiff’s Executive Director Ken Choo has released a statement on Emiliano Sala. Latest: https://t.co/HbV8bVtJlMpic.twitter.com/TfVf26UcdM — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2019„Það var mikið áfall fyrir okkur að heyra af því að flugvélin hefði horfið. Okkar fyrsta verk var að taka ákvörðunin um að fresta æfingu liðsins í dag og vorum þar að hugsa um okkar leikmenn, starfsmenn félagsins, allan klúbbinn auk Emiliano og flugmannsins,“ skrifaði Ken Choo.Statement from Cardiff CEO Ken Choo: "We were very shocked upon hearing the news that the plane had gone missing. We expected Emiliano to arrive last night and today was to be his first day with the team."https://t.co/OjpraFLes2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 22, 2019 „Við bjuggumst við Emiliano í gærkvöldi og hans fyrsta æfing með liðinu átti að vera í dag. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ bætti hann við. „Það sást á andliti hans hversu ánægður hann var að skrifa undir hjá Cardiff. Þetta leit út fyrir að vera einn af hans bestu dögum. Við erum mjög leið yfir þessu en viljum þakka fyrir allan stuðninginn,“ skrifaði Ken Choo en hér fyrir neðan má sjá þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður Cardiff City.@EmilianoSala1: "I can’t wait to start training, meet my new teammates and get down to work."https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira