Átakshópur segir húsnæðismarkaðinn að ná jafnvægi en mæti ekki þörfum láglaunafólks Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2019 19:12 Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Átakshópur stjórnvalda telur að húsnæðismarkaðurinn muni ná jafnvægi á næstu þremur árum en engu að síður verði að bæta í framlög til uppbyggingar almenna íbúðakerfisins. Þá þurfi að einfalda byggingarreglugerðir, lækka lánskostnað óhagnaðardrifinna íbúðafélaga og samræma áætlanir ríkis- og sveitarfélaga í húsnæðismálum. Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum kynnti tillögur sínar í dag en í hópnum sátu fulltrúar stjórnvalda, Samtaka atvinnulífsins, verkalýðsfélaga, Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögurnar ná bæði til eigna- og leigumarkaðarins. Tillögur átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum eru allítarlegar eða í fjörutíu liðum og taka nánast á öllum hliðum húsnæðismarkaðarins. Stjórnvöld munu síðan væntanlega nota þessar tillögur í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir annar formanna átakshópsins segir íbúðamarkaðinn vera að taka við sér. „Það er í raun og veru mikil uppbygging fram undan sem kemur ánægjulega á óvart. Þessi uppbygging mun að mjög miklu leyti saxa á þessa óuppfylltu íbúðaþörf sem til staðar er,” segir Anna Guðmunda. En hópurinn áætlar að frá þessu ári fram til ársins 2021 verði byggðar um tíu þúsund íbúðir í landinu. Það sé mikilvægt að almennt ríki jafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar og mæti þörfum ólíkra hópa. „Svo er afskaplega mikilvægt að lækka byggingarkostnað, stytta byggingartíma og auka hagkvæmni í uppbyggingu,” segir Anna Guðmunda. Í dag vanti á bilinu fimm til átta þúsund íbúðir á markaðinn en uppbyggingin svari ekki endilega þörfum tekjulægsta hópsins. „Og við áætlum að ef að þessi uppbygging um tíu þúsund íbúðir gangi eftir, þá verði í ársbyrjun 2022 vanti enn þá tvö þúsund íbúðir,” segir Anna Guðmunda. Þá þurfi að tryggja óhagnaðardrifum félögum aðgang að ódýrara lánsfé en nú er og bæta regluverk á leigumarkaði til að tryggja hag leigjenda betur. Einnig þurfi að bæta samgöngur í jöðrum höfuðborgarsvæðisins til að halda í ávinninginn af ódýrara húsnæði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er ánægð með að samstaða ríki um tillögurnar. Þær geti verið gagnlegar inn í kjaraviðræðurnar og til framtíðarstefnumótunar. „Stóra myndin er sú að það er töluvert í pípunum. Það vantar hins vegar tvö þúsund íbúðir fyrir 2022 til viðbótar. Það er mjög mikilvægt að það séu íbúðir sem mæti þörfum ekki síst tekjulágra. Þannig að við getum dregið úr húsnæðiskostnaði tekjulægsta hópsins í samfélaginu og tryggt öllum hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði,” segir forsætisráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira