Kvika breytti kröfum upp á 660 milljónir í hlutafé Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:15 Jakob Már Ásmundsson, nýr forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Kvika banki, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, breytti í síðasta mánuði ríflega 660 milljóna króna kröfum sínum á hendur kortafyrirtækinu í hlutafé. Nam greiðsla fjárfestingarbankans þannig um 63 prósentum af heildarhlutafjáraukningu Kortaþjónustunnar sem var alls 1.055 milljónir króna. Bankinn, sem keypti kortafyrirtækið ásamt hópi einkafjárfesta á eina krónu í nóvember árið 2017, var í kjölfar hlutafjáraukningarinnar í síðasta mánuði metinn hæfur af Fjármálaeftirlitinu til þess að fara með aukinn virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni eða hlut sem nemur nánar tiltekið yfir 50 prósentum af hlutafé fyrirtækisins. Á hluthafafundi Kortaþjónustunnar 18. desember síðastliðinn var samþykkt að lækka hlutafé kortafyrirtækisins um ríflega 1.157 milljónir króna, eða úr um 1.543 milljónum í 386 milljónir til þess að mæta tapi fyrirtækisins á síðasta ári. Í kjölfarið samþykkti fundurinn að hækka hlutaféð um allt að 1.055 milljónir króna en þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé. Eins og fram hefur komið í Markaðinum var Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, ráðinn forstjóri Kortaþjónustunnar samhliða hlutafjáraukningunni. Hann lagði kortafyrirtækinu sjálfur til um 80 milljónir króna en aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd. Hrafn Þórðarson, fyrrverandi stjórnandi hjá Valitor, var kjörinn nýr í stjórn Kortaþjónustunnar á hluthafafundinum í desember en Magnús Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Kviku, var á sama fundi kjörinn stjórnarformaður fyrirtækisins, eins og áður hefur komið fram. Með þeim í stjórn situr Hildur Árnadóttir sem gegndi áður stjórnarformennsku í fyrirtækinu. – kij
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira