Bjarni Ármannsson nýr forstjóri Iceland Seafood Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 09:51 Bjarni Ármannsson. Mynd/Iceland Seafood Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði. Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Stjórn Iceland Seafood International, ISI, hefur ákveðið að ráða Bjarna Ármannsson sem forstjóra félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISI. Bjarni hefur verið stjórnarformaður ISI frá því í september 2018 en stígur nú úr stjórninni og tekur við starfi Helga Antons Eiríkssonar sem hefur óskað eftir því að stíga til hliðar eftir níu ár í forstjórastól. Þá er Bjarni fyrrverandi forstjóri Glitnis.Sjá einnig: Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Haft er eftir Bjarna í tilkynningu að félagið standi fjárhagslega sterkt eftir öfluga leiðsögn Helga Antons og færir Bjarni honum þakkir fyrir það mikla starf sem hann hefur innt af hendi við uppbyggingu félagsins. „Fram undan eru spennandi tímar hjá Iceland Seafood International. Félagið hyggur á skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á þessu ári. Hjá félaginu starfa 630 starfsmenn í níu dótturfélögum, mestmegnis í Evrópu. Sú mikla þekking og reynsla sem teymi ISI búa yfir, víðsvegar um heim, er það sem gerir fyrirtækið vel í stakk búið til áframhaldandi vaxtar. Það er spennandi að leiða þennan góða hóp inn í þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru og hlakka ég til þess.” Þá segist fráfarandi forstjóri, Helgi Anton, þakklátur fyrir ár sín sem forstjóri ISI en hann telji þetta rétta tímapunktinn til að stíga til hliðar og horfa til nýrra tækifæra. „Félaginu hefur vegnað vel undanfarin ár og ber að þakka árangurinn okkar frábæra starfsfólki víða um heim og sterkum og traustum viðskiptavinum okkar á Íslandi og erlendis. Iceland Seafood starfar í krefjandi umhverfi alþjóðlegs sjávarútvegs og félagið er vel í stakk búið til að halda áfram sínum kröftuga vexti á næstu árum.” Þá hefur Lee Camfield framkvæmdastjóri einnig óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Bæði Helgi Anton og Lee munu starfa náið með nýjum forstjóra næstu mánuði.
Vistaskipti Tengdar fréttir Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00 Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52 Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind. 1. febrúar 2017 08:00
Iceland Seafood undirbýr skráningu á markað í Kauphöllinni Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. 12. desember 2018 19:52
Bjarni Ármannsson kominn í hreinlætisvörubransann Kaupir Tandur hf. sem flytur inn og framleiðir hreinlætisvörur. 23. janúar 2018 11:36