Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2019 06:15 Leyft verður að fjölga íbúðum með ýmsu móti, m.a. í Árbæ. Fréttablaðið/Anton Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira