Sími sprakk með látum um miðja nótt: „Fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:31 Díana Dögg Víglundsdóttir og síminn, sem er gjöreyðilagður eftir sprenginguna. Mynd/Díana Dögg Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar. Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Sími níu ára dóttur Díönu Daggar Víglundsdóttur sprakk með látum í nótt er hann var skilinn eftir í hleðslu. Fjölskyldan vaknaði við sprenginguna á neðri hæðinni og fljótlega fylltist húsið af reyk og sóti. Díana segist þakklát fyrir að síminn hafi ekki verið í hleðslu inni í herbergi níu ára dóttur sinnar, sem á símann. Díana vakti athygli á málinu á Facebook í dag og birti myndir af símanum með færslunni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er síminn afar illa farinn og sótugur. „Við vöknuðum við sprengingu og heyrum síðan þrusk á neðri hæðinni. Ég hélt fyrst að einhver hefði brotist inn en þá er það síminn sem er að gefa frá sér þessi hljóð þar sem hann er að bráðna,“ segir Díana í samtali við Vísi. Hún segir að þegar niður var komið hafi hæðin þegar verið orðin full af reyk og gólfið þakið sóti. „Við þurftum að skúra gólfið þrisvar og þurrka af öllu, það er svart sót yfir öllu hérna,“ segir Díana. Síminn er af gerðinni Samsung og í eigu níu ára dóttur Díönu. Díana segist ekki vita hvað síminn er gamall eða hvar hann er keyptur, en hann sé þó kominn til ára sinna. Hún segir það mikla mildi að ekki hafi farið verr. „Ég var að tala við tryggingafélagið og þau ætla að koma aftur og skoða þetta,“ segir Díana. „Ég er bara ógeðslega fegin að hann var ekki inni í herbergi hjá stelpunni.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir eru fluttar af símasprengingum sem þessum. Árið 2017 sprakk rafhlaða í Samsung-síma Ásgerðar Pálsdóttur þegar hún var nýbúin að leggja hann frá sér. Þá hefur ítrekað verið fjallað um bilanir í Samsung-símum, einkum af gerðinni Galaxy Note 7, síðustu ár en fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í þeim vegna ofhitnunar.
Samsung Tækni Tengdar fréttir Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15 Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05 Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Rafhlöðurnar ráða ekki við snjallsímana Kristján Leósson, sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ræddi við Reykjavík síðdegis í dag um rafhlöður í farsímum og hvað geri það að verkum að þær springi stundum fyrirvaralaust. 30. maí 2017 00:15
Vonandi öðrum víti til varnaðar: Rafhlaðan sprakk í síma Ásgerðar með látum Ásgerður Pálsdóttir var nýbúinn að leggja símann sinn frá sér þegar rafhlaðan í honum sprakk með þeim afleiðingum að gólf hennar stórskemmdist. 27. maí 2017 17:05
Samsung lofar því að Galaxy S7 muni ekki springa Bilanir í fyrrnefndum Note 7 urðu til mikils tekjutaps Samsung. 22. nóvember 2016 08:00