Glowie segist hafa verið uppnefnd fyrir að vera „of grönn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 13:35 Söngkonan Glowie hefur notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár. fréttablaðið/Hanna Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie. Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Íslenska tónlistarkonan Glowie segir að hún hafi verið uppnefnd, bæði af börnum og kennurum, fyrir að vera „of grönn.“ Frá þessu segir hún í viðtali við BBC og kveðst hafa velt því mikið fyrir sér þegar hún var í skóla hvernig hún þyrfti að líta út til þess að vera falleg. Þannig hafi hún alltaf viljað bæta á sig kílóum á meðan að samnemendur hafi talið að þeir þyrftu að grenna sig til þess að líta vel út. Glowie segist núna vilja stuðla að jákvæðri líkamsímynd með lagi sínu „Body“ sem kom út í nóvember í fyrra. „Af því að flestar stelpurnar vildu vera grannar þá fannst mér þetta mjög flókið. Ég hugsaði með mér að ég vissi að væri grönn en mig langaði ekki til þess að vera grönn,“ segir Glowie í viðtali við BBC. Hún segir að í stað þess að ræða við fjölskyldu sína um málið þá hafi hún öðlast sjálfstraust með því að verja tíma með sjálfri sér. Þá segir Glowie að hún hafi alltaf viljað gefa fólki jákvæð og hjálpleg skilaboð og stuðla þannig að betri líðan þess. Lagið „Body“ er eftir Juliu Michaels sem hefur meðal annars samið lög fyrir Justin Bieber og Britney Spears. Þegar Glowie heyrði fyrst textann við lagið, sem virðist vísa í líkama annarrar manneskju, þá ákvað hún að breyta merkingu textans. „Ég er ekki þannig að ég vilji syngja um það hvernig ég laðast að annarri manneskju. Mig langaði að breyta því einhvern veginn, láta það vera um jákvæða líkamsímynd og segja við sjálfa mig „Ég er líkami,““ segir Glowie.
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira