Innlent

Björgunarsveitir leituðu ungmenna á Reykjanesi

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Um sjötíu björgunarsveitarmenn komu að leitin sem tók þó ekki langan tíma.
Um sjötíu björgunarsveitarmenn komu að leitin sem tók þó ekki langan tíma. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Reykjanesi og einhverjar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru í kvöld kallaðar út til að leita að þremur ungmennum á Reykjanesi. Ekkert hafði spurst til þeirra frá því í dag og var vitað að þau voru á ferðinni á jeppling. Bíllinn fannst svo um klukkan tíu í kvöld á Djúpavatnsleið þar sem hann var fastur.

Um sjötíu björgunarsveitarmenn komu að leitin sem tók þó ekki langan tíma. Farið var á jeppum eftir slóðum á svæðinu þar til ungmennin fundist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×