Sekt Google í Frakklandi verður mikilvægt prófmál á sviði persónuverndar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2019 16:30 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/Getty Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur. Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Google hyggst láta reyna á lögmæti 50 milljóna evra sektar, sem Persónuvernd Frakklands lagði á fyrirtækið, fyrir dómstólum. Málið er talið mikilvægt prófmál um nýja persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins (GDPR). Persónuvernd Frakklands (CNIL) kvað upp úrskurð um sektina á mánudag í síðustu viku en málið er annars vegar sprottið úr kvörtun austurríska lögfræðingsins Mas Schrems sem hefur látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni persónuvernd og hins vegar samtakannna Quadrature du Net. Kvartanirnar vöruðuðu bæði Google og Facebook en Persónuvernd Frakklands ákvað að fjalla eingöngu um Google í úrskurði sínum. Sektin, 50 milljónir evra, er hæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki fyrir persónuverndarbrot í Evrópu í sögunni og hæsta sekt sem lögð hefur verið á á grundvelli GDPR. Google hefur nú ákveðið að láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum. Í úrskurði Persónuverndar Frakklands er sú aðferð sem Google notar til að afla samþykkis notenda gagnrýnd og því slegið föstu að fyrirtækið hafi ekki gengið nógu langt til að láta fólk vita af þeim upplýsingum sem það safnar um notendur. Þannig kemst Persónuvernd Frakklands að þeirri niðurstöðu að Google hafi ekki gefið fólki nægilega skýra kosti til að hafna einstaklingsmiðuðum auglýsingum. Þannig sé fólk að miklu leyti ómeðvitað um hvaða upplýsingar það er að gefa Google leyfi til að nota. Google hefur hins vegar andmælt þessu. Fyrirtækið hefur haldið því fram að sú aðferð sem það notar við að afla samþykkis fyrir einstaklingsmiðuðum auglýsingum sé eins gagnsæ og blátt áfram og hugsast getur. Aðferðin byggi á leiðbeiningum um rétta fylgni við reglurnar og prófunum notenda. Google hefur einnig varað því að með því að gera ferlið þyngra í vöfum gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingsmiðaðar auglýsingar á netinu. Í yfirlýsingu sagðist Google jafnframt hafa áhyggjur af áhrifum úrskurðarins á útgefendur og tæknifyrirtæki í Evrópu og víðar. Þá hefur verið sett spurningamerki við lögsögu Persónuverndar Frakklands í málinu en evrópskar höfuðstöðvar Google eru á Írlandi. Max Schrem lét hafa eftir sér þegar úrskurðurinn var kveðinn upp í síðustu viku að þetta hefði verið i fyrsta sinn sem stofnun aðildarríkis á sviði persónuverndar hefði refsað með íþyngjandi hætti fyrir brot á GDPR. Hann sagði að reynslan hefði sýnt að stórfyrirtæki eins og Google hefðu í raun túlkað GDPR með sínum hætti og aðeins lítillega lagað vörur sínar (eins og vafra og annað) að löggjöfinni. Google mun láta reyna á lögmæti sektarinnar fyrir frönskum dómstólum eins og áður segir. Eftir atvikum gæti þurft að leita eftir forúrskurði frá Evrópudómstólnum í málinu en dómstóllinn hefur vald til þess að útkljá viss álitaefni varðandi túlkun og gildi ESB-reglna sem upp kunna að koma við meðferð dómstóla aðildarríkja Evrópusambandsins. Dómur í málinu verður án nokkurs vafa mikilvægt prófmál um túlkun á GDPR og hvaða kröfur löggjöfin gerir til tæknifyrirtækja sem safna persónuupplýsingum um notendur.
Frakkland Google Persónuvernd Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira