Segir ávinning þess að Sjúkratryggingar niðurgreiði sálfræðikostnað vega upp á móti kostnaði ríkisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi nema Framsókn eru flutningsmenn frumvarps um að ríkið greiði sálfræðikostnað. Formaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er afar ánægð með samstöðuna á þinginu og er vongóð um að málið nái fram að ganga. Verði það að veruleika gæti kostnaðurinn numið hundruðum milljóna króna. Tuttugu og tveir þingmenn á Alþingi eru flutningsmenn frumvarps til laga um að sjúkratryggingar taki til sálfræðimeðferðar og koma þeir úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki. Fyrsti flutningamaður frumvarpsins segir gilda ástæðu fyrir því. „Það er mikill vilji meðal Framsóknarmanna að gera þetta. Þetta er nú eins og gengur á þinginu að eðlilega er þingmeirihlutinn varfærnari en ég vil meina að það mikill hugur sem að er jákvæður innan þeirra flokka líka,“ segir Þorgerður. Þorgerður leggur frumvarpið fram á Alþingi morgun og er vongóð um að málið hljóti brautargengi þó hún sé í stjórnarandstöðu. „Ég lít á þetta sem mál alls þingsins af því við erum með þennan breiða stuðning en ég vona bara að þau hugsi með sjálfum sér það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur,“ segir Þorgerður. Í greinagerð með frumvarpinu kemur m.a. fram að samkvæmt upplýsingum Hagstofu telja um 33% fólks sig ekki hafa efni á geðheilbrigðisþjónustu og samkvæmt evrópskri heilsufarsrannsókn frá árinu 2015 mældust fleiri ungar konur með þunglyndiseinkenni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópuríki.Algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18–25 ára eru sjálfsvíg, en árlega deyja um sex karlmenn á þeim aldri af þeim völdum. Rekja má brotthvarf íslenskra háskólanema úr háskólum að miklu leyti til slæmrar geðheilsu. Stærstur hluti örorkubóta er greiddur vegna geðrænna veikinda fólks. Árið 2017 höfðu því 18% allra kvenna á Íslandi fengið ávísað þunglyndislyfjum og rúmlega 10% allra karla og samkvæmt upplýsingum frá Landlækni hafa Íslendingar notað 37% meira af svefnlyfjum en næsta Norðurlandaþjóð, Svíþjóð. Alma Möller Landlæknir sagði í samtali við fréttastofu að henni lítist vel á að sjálfræðiþjónusta fari undir sama hatt og önnur heilbrigðisþjónusta. Þá sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra jákvætt að frumvarpið komi til kasta þingsins og mikilvægt sé að ræða skipulag kaup ríkisins á sérfræðiþjónustu í heilbrigðiskerfinu. Það þurfi hins vegar að vera vel skilgreint hvers konar þjónusta er keypt og, hvert skipulag hennar eigi að vera. Það sjónarmið verði skoðað gaumgæfilega í umræðum um heilbrigðisstefnu til framtíðar í meðförum þingsins. Þorgerður Katrín telur viðbrögð heilbrigðisráðherra jákvæð. „Ég vil fagna því sérstaklega að heilbrigðisráðherra hefur tekið jákvætt í málið og ég efa það ekki að hún sé að skoða málið gaumgæfilega innan sinnar heilbrigðisstefnu,“ segir Þorgerður. Hún segir að verði frumvarpið að lögum sé gert ráð fyrir talsverðum kostnaði en ávinningurinn vegi uppá móti. „Ja það hleypur á hundruðum milljóna króna upphaflega,“ segir Þorgerður Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira