Fótbolti

Luis Suárez bauð upp á einn „Karius“ í vítakeppni við soninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suárez og Benjamin fyrir nokkrum árum. Strákurinn er núna farinn að "vinna“ pabba sinn í vítakeppni í stofunni.
Luis Suárez og Benjamin fyrir nokkrum árum. Strákurinn er núna farinn að "vinna“ pabba sinn í vítakeppni í stofunni. Getty/ Joan Cros Garcia
Úrugvæmaðurinn Luis Suárez er byrjaður að rækta upp markaskorarann í syni sínum, hinum fimm ára gamla Benjamin Suárez.

Luis Suárez hefur farið á kostum undanfarin ár með liðum eins og Liverpool og Barcelona og kann nú heldur betur að setja boltann í mark andstæðinganna. Það má búast við að strákurinn reyni að feta í fótspor hans í framtíðinni.

Feðgarnir fóru á dögunum í vítakeppni sem varð mjög jöfn og spennandi eins og oftast hjá feðgum.

Strákurinn sýndi flott tilþrif og var óhræddur að láta vaða á pabba gamla.

Benjamin Suárez hafði á endanum betur 3-2 þökk sé „Loris Karius“ markvörslu frá Luis Suárez.

Í úrslitaspyrnunni lak boltinn inn hjá Luis Suárez sem lá eftir skellihlæjandi og það var líka ekkert leiðinlegt fyrir Benja, eins og Luis Suárez kallar hann.

Benjamin Suárez er fæddur árið 2013 og er annað barn Luis Suárez og Sofiu Balbi. Þau eiga líka átta ára dóttur, Delfinu, og nýfæddan son sem heitir Lautaro.

Það má sjá þessa skemmtilegu vítakeppni feðganna hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×