Tuttugu slösuðust í umferðarslysum í borginni í síðustu viku Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2019 15:35 Snjóruðningstæki komu við sögu í tveimur slysanna. Vísir/Vilhelm Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Tuttugu vegfarendur slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, eða frá 20. – 26. janúar að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 20. janúar. Klukkan 18.37 fauk rúta með 30 manns út af Vesturlandsvegi við Hofsland. Sjö farþegar voru fluttir á slysadeild. Klukkan 18.39 skullu tvær bifreiðar saman á Korpúlfsstaðavegi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.13 varð aftanákeyrsla á Breiðholtsbraut austan Stekkjabakka á leið til vesturs. Ökumaður og farþegi leituðu sér aðhlynningar á slysadeild. Mánudaginn 21. janúar kl. 15.16 varð árekstur með bifreið, sem var ekið norður Kringlumýrarbraut, og bifreið, sem var ekið suður Kringlumýrarbraut og beygt austur Suðurlandsbraut. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 22. janúar. Klukkan 10.34 varð tólf ára drengur á göngustíg við horn Fróðaþings og Elliðahvammsvegar fyrir snjóruðningstæki. Hann var fluttur á slysadeild. Klukkan 12.23 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Lyngháls, og bifreið, sem var ekið vestur Stuðlaháls. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar ætlaði að leita sér læknisaðstoðar í framhaldinu. Og kl. 17.15 varð árekstur með bifreið, sem var ekið vestur Norðurströnd, og bifreið, sem var ekið austur Norðurströnd og yfir á rangan vegarhelming gegnt Bollagörðum. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Hjólbarðar bifreiðarinnar voru án alls mynsturs, þrátt fyrir snjóalög og hálku. Miðvikudaginn 23. janúar klukkan 13.25 var bifreið ekið austur Suðurhellu og aftan á snjóruðningstæki gegnt ÓB. Ökumaðurinn bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 24. janúar. Klukkan 14.24 valt snjóruðningstæki þegar verið var að skafa snjó af gangstétt við gatnamót Miklubrautar og Stakkahlíðar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og klukkan 15.29 varð árekstur með bifreið, sem var ekið suður Vatnsmýrarveg, og bifreið, sem var ekið vestur Hringbraut. Við áreksturinn snerist fyrrnefnda bifreiðin og lenti á bifreið, sem var ekið norður Vatnsmýrarveg. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild. Föstudaginn 25. janúar klukkan 8.22 varð aftanákeyrsla á Digranesvegi gegnt MK. Við áreksturinn kastaðist fremri bifreiðin á gangandi vegfaranda, sem var á leið yfir götuna. Hann ætlaði sjálfur að leita sér aðhlynningar á slysadeild. Lögreglan segir ástæðu til að vekja enn eina ferðina athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara ávallt varlega í umferðinni. Það eigi ekki síst við um ökumenn – hvort sem um er að ræða bifreiða eða reiðhjóla.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira