Króatar sterkari á ögurstundu Hjörvar Ólafsson skrifar 12. janúar 2019 10:30 Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. Fréttablaðið/AFP Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næstmarkahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiksins og því voru það lokakaflar hálfleikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnarleikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auðsjáanlegt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króatana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnarleiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira